Úti að ganga

Nú er gott að vera á skíðum.  Alveg sama hvar maður kemur þá eru allir að nýta sér góða veðrið. Fékk mér góðan göngutúr í morgun. Sá mest eftir að hafa ekki skellt mér á gönguskíðin en það verður bara næst. Cool

Svo er greinilegt að vorið enda ekki nema ca. 18 dagar í að grágæsin fari að sjást við suðurströndina en hún er ca. 16 klukkustundir að fljúga frá Bretlandseyjum til Íslands.   Ég hef séð nokkrum sinnum þegar farfuglar koma af hafi inn til landsins og það er alltaf jafn gaman að sjá þá koma.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Það er staður í Manitoba, rétt sunnan við Winnipeg þar sem Rauðáin mjókkar. Yfir ánna þar er lítil brú og þar er gott að sitja á vorin og horfa á ránfuglana koma sunnan að. Þeir nýta sér uppstreymið frá ánni til þess að láta sig svífa norðureftir án þess að þurfa að blaka vængjunum of mikið. Þarna má vanalega sjá alla ránfugla sem fyrirfinnast í Kanada, erni, hauka, fálka og uglur... Á góðum degi fara hundruðir fugla þarna fram hjá á dag. Fuglaáhugamenn taka með sér garðstóla og kíki og sitja þarna klukkutímunum saman. Farfuglarnir eiga það til að safnast saman í Manitoba og dreifa sér síðan þaðan til nágrannafylkjanna - næstm því eins og hrafnaþingin okkar íslensku. Þetta gera gæsirnar líka og ég hef einu sinni séð 40.000 gæsir safnast saman á lítið vatn á innan við klukkutíma. Þar áttu þær nætursetu og flugu síðan allar af stað morguninn eftir - á sama tíma. Ég ætlaði alltaf að fara og sjá það en þetta var svo snemma á morgnana á haustin og mikið frost, að ég ákvað að sofa frekar lengur.

En mér datt þetta nú allt saman í hug svona þegar þú talaðir um grágæsina komandi frá Bretlandseyjum. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 2.3.2008 kl. 17:34

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta þyrfti ég að sjá

Ég sá svona fuglamergð einu sinni í norður Hollandi.   Þar sá ég  tugþúsundir af gæsum koma fljúgandi yfir Norðursjó frá Skandinavíu og lenda á þekktu fuglaskoðunarsvæði við strönd Hollands.  Mjög tilkomumikið.

Ég fór líka fyrir mörgum árum síðan með ferju frá Seattle til Juneau (höfuðborg Alaska) og svo til Sitka að vori til og þá sá ég fullt af farfuglum fljúga með ströndinni norður á bóginn og það var líkaógleymanleg sjón.  Enda hef ég mjög gaman af fuglum og dýralífi yfirleitt. 

Ég ætlaði mér einu sinni að komast norðar á bóginn, á slóðir Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar en það verður víst að bíða eitthvað. Hann var mikið í Norður Kanada og Alaska.   

Marinó Már Marinósson, 2.3.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband