Hlaupársdagur

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.

Afi minn, Einar Guðmundsson frá Skáleyjum í Breiðafirði, átti afmæli á þessum degi, en hann var fæddur 29. febrúar árið 1888.   

Það er fín grein hjá bloggvini mínum honum Ágústi H. Bjarnasyni um þennan merkilega dag.

http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/

Einnig fann ég aðra síðu um þennan dag:

http://skorungurinn.blogspot.com/2008/02/hlauprsdagur.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Til lukku með afmæli afa þín kæri frændi. Þetta er góður dagur til að eiga afmæli á. 1888 var líka ágætis ár. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 29.2.2008 kl. 12:44

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta átti að vera "...afa þíns". stundum er maður of öruggur með þennan "púka" og les ekki almennilega yfir það sem maður skrifar:) Bestu kveðjur aftur og takk fyrir tenglana,

Hlynur Hallsson, 29.2.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já það er alltaf eitthvað skemmtilegt við þennan dag.... en dóttir mín var samt ekki ánægð með þessa viðbót í ár. Spangirnar verða nefnilega teknar þann 12. mars .

Góða helgi Marinó minn, nú fer bráðum að koma í heimsókn í Efstaleitið.

Herdís Sigurjónsdóttir, 29.2.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Einar B Pálsson verkfræðingur á afmæli í dag. Hann er fæddur árið 1912 og ber aldurinn einstaklega vel. Ég spjallaði við Einar á árshátíð fyrir fáeinum vikum, en þar dansaði hann manna mest.   

Ágúst H Bjarnason, 29.2.2008 kl. 16:44

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hlynur.  Svona er þetta, frændi.  Gaman að vita af þér hér.

Herdís.  Já láttu sjá þig í E9 sem fyrst.

Ágúst.   Þeir sem lifa heilsusamlegu lífi eldast vel.  Pabbi minn verður 85 ára á morgun (3. mars) og hann er sko hress.

 Berglind Eva.   Takk fyrir kveðjuna.  

Marinó Már Marinósson, 2.3.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband