Hver kannast ekki við þetta

Er þetta ekki eitthvað sem þið kannist við þegar þið eruð að fara í flug? Whistling

  1. Ekkert flugfélag er á réttum tíma nema þegar þú sért of sein og þarft á seinkun að halda.  Devil
  2. Ef þú ert oft seinn í flug, þá þarf flugið endilega að vera við brottarhliðið sem er lengst í burtu í flugstöðinni. 
  3. Ef þú mætir tímalega, þá bregst það ekki, að fluginu hefur verið er seinkað.
  4. Hvenær hefur þú séð flug fara frá í  hliði 1 (Gate #1) í flugstöðvarbyggingum?
  5. Ef þú þarft að vinna eitthvað á meðan flugi stendur t.d. að skrifa á blað, þá upplifir þú fljótt ókyrrð. Líka þegar þú færð þér kaffi. 
  6. Ef þú færð miðjusæti, þá getur þú bókað, að þeir sem koma til með að sitja við gluggann eða við ganginn eru ókomnir.   Líttu bara eftir tveimur stærstu mönnunum í röðinni.  Devil
  7. Sá sem situr við gluggann þarf alltaf að skreppa á snyrtinguna.
  8. Öskrandi börn virðast alltaf sitja mjög nálægt þér.
  9. Fallegasta konan/karlmaðurinn situr aldrei nálægt þér.
  10. Eftir því sem plássið er minna í flugvélinni til að koma fyrir handfarangri, þá koma farþegar alltaf með meira og meira með sér um borð.
  11. Þegar flugfreyjan kynnir öryggisatriði í upphafi flugs þá þykist þú kunna þetta allt og lest í dagblaði á meðan.
  12. Eftir að karlmenn hafa farið á snyrtinguna þá er ekki hægt að fara þangað á sokkunum. Devil

sótt héðan og þaðan af netinu en sumt samið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú bara sagt það að atriði no 12 er bara eins og samið af mér. ÉG fer ekki inn á WC í flugvélum nema í neyð. Og hvenær er neyð , jú ef flugtími er meiri en 4 - 5, það er bara að nota tíman og æfa grindarbotninn á meðan.

Gulla (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 15:32

2 identicon

Kvitt, kvitt segir sú lata, búin að taka einn hring ínn á síður vina minna

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:09

3 identicon

Margt rétt í þessu og fleira mætti bæta við.

Anna Bee (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þetta er flest allt rétt marinó ertu mest spældur yfir að þessu atriði sem er númer 9.

nei bara smá grín

Guðrún Indriðadóttir, 13.2.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gulla!  Bara ráfa um ganginn á meðan. 

Gott að sjá þig Linda.

Anna! Komdu með tillögu; þú þarna reynslubolti.

Já, Rúna.     Annars hefði ég ekki sett lið 9 hér inn.   

Marinó Már Marinósson, 14.2.2008 kl. 00:51

6 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Númer 12 er svo rétt !!! :) Og eftir 8 tíma flug, þá heldur maður frekar í sér en að skella sér á lettið.

Reyndar er þetta flest allr rétt, ég þarf alltaf að hlaupa í flug svo þegar ég er mætt snemma, jú þá er seinkunn, pirrandi já, en þá fær maður sér bara bjór :)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 14.2.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband