Julian Lennon

Var að flækjast um á netinu  í kvöld og var að skoða myndbönd með Bítlunum.  Hvað annað. Smile  

oliviadabo2 Þar fann ég ný lög sem Julian eldri sons Johns heitins Lennons er að klára þessa daganna.  En hann hætti fyrir einum 10 árum síðan að koma fram sem tónlistarmaður. 

Þó vissi ég að hann hafði sungið inn á bítlalagið  When I'm Sixty-Four árið 2002.

  En viti menn.  Julian er að klára nýjan disk, ef hann er ekki nú þegar komin út.  Wizard

 

 

Hér er linkur þar getið þið hlustað á nokkur demo.  Flott lög.

http://collect.myspace.com/music/popup.cfm?num=0&time=undefined&fid=48906808&uid=1&t=mJil/EQ5ohnr/IB73T7xzuF7umHLEMbq0JJg8qyy/7cxi3h8/fTdeqPI4JZQ94E LuktwE35uXv0d3YuMTp4yQ==d=NDg5MDY4MDheMTIwMjIyODA3OQ==

 (Afsakið stafaruglið.   Fyrsta lagið er stundum lengi að koma inn.)

Það er erfitt að vera sífellt í skugganum á frægum foreldrum.   Julian er með frekar svipaða rödd og karl faðir hans hafði á fyrstu árum bítlanna.  Mér skilst að hann hafi búið undanfarið á norðanverðri Ítalíu ásamt konu sinni og lifað þar látlausu lifi.    

En hvað um það.  Þetta er flott og hugljúf tónlist. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þetta er mjög flott! 

Rosalega hefur hann líka rödd og pabbinn.

Það er stundum sagt að einmitt það sem erfist hvað skýrast til barnanna manns sé röddin og raddbeitingin.  

Marta B Helgadóttir, 6.2.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband