Hvenær eru börn fullorðin?

Hafið þið velt fyrir ykkur hvenær börn teljast fullorðin?   Þegar á að græða á þeim þá er kjörin að hafa viðmiðin nógu neðarlega.  

Ég var að skoða ónefnt flugfélag til að kanna tilboð á flugi.  Eru ekki allir að ferðast nú til dags? Whistling  Það vill svo til að drengurinn minn er 11 ára og telst því til fullorðinna samkvæmt skilmálum flugfélagsins.  Alla veganna eru skilgreiningin þannig á heimasíðu flugfélagsins.   Pinch

Tveir flokkar:  Börn 2 til 11 ára.     Fullorðin  

Eru þá börn sem eru orðin 11 ára og eldri, fullorðin? Já það virðist vera samkvæmt verðskalanum.      jahérna.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrika Kristín

Hæ,

Ekki ef barnið ferðast á Vildarpunktum, þá er barn barn þar til á sextánda afmælisdeginum.

Þegar ég var lítil stelpa ætlaði ég einu sinni í sund og var orðin það gömul að ég átti að borga fullorðinsgjald. Svo þegar ég og vinkona mín komum í sundlaugina máttum við ekki fara ofan í því það var kominn "fullorðinstími". Ég var pirripú.com og kvartaði í "sundstjórann". Það er ekki heil brú í þessu.

Hilsen
Friðrika

Friðrika Kristín, 2.2.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já það er rétt hjá þér.  Ég var frekar að benda á þversögnina í þessu hvað varðar valtexta á heimasíðunni.    Svo er ekki víst að allir séu svo "lánsamir" að njóta Vildarpunkta.    Það getur verið flókið að vera barn. 

Marinó Már Marinósson, 2.2.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

ég held reyndar að börnin séu börn til og með 11 ára aldri

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: arnar valgeirsson

ef drenginn þinn langar að sjá mynd bannaða innan sextán þá er hann fullorðinn. ef hann langar í grand theft auto þá er hann fullorðinn.

en auðvitað er ellefu ára gamall piltur barn. jebbs, skilaðu því til hans....

arnar valgeirsson, 3.2.2008 kl. 01:24

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég er sko með á hreinu hvað má og hvað má ekki.    hmmmm þetta snýst lika um að næla sér í ódýrari farseðil ef hann er barn í skilningi reglna flugfélagsins

Marinó Már Marinósson, 3.2.2008 kl. 02:11

6 identicon

Auðvitað á hana að ferðast á barnafargjaldi, enda 11 ára gamall og því barn!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband