Maraþonnám og gæsla

Krakkarnir í 9 bekk í Hjallaskóla stóðu fyrir námsmaraþoni í gær og í nótt og ég stóð vaktina eins og lög gera ráð fyrir.    Eins og ég hef komið að áður þá eru þau að safna fyrir skólaferð til Danmerkur næsta vor.  Þau byrjuðu í gærmorgun að læra og hættu ekki fyrr en í morgun.

Það gekk nú á ýmsu á þessum sólarhring eins og gengur þegar svona margir krakkar koma saman.   Smile  Það markverðasta var að það kviknaði í eldavélahellu í nótt þegar krakkarnir voru að búa til sultu í heimilisfræðiverkefninu svo brunakerfið fór í gang.  En sem betur fór þá voru starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar fljót á staðinn með slökkvitæki og komu í veg fyrir að ekki fór verr.  Police   Á meðan voru allir reknir út á hlað.  Sumir ansi léttklæddir eftir því sem mér skilst.   Frown   En þetta stoppaði sem betur fer ekki maraþonnámið þeirra.

Ég tek það fram að ég var löngu búin með mína vakt og farin heim.   

En hvað um það.  Það voru alsæl og  en þreyttir krakkar sem skriðu heim til sín í morgunsárið og skriðu beint uppí rúm til að ná upp fyrri orku.   Happy

 Starfsmenn skólans eiga heiður skilið fyrir stuðninginn sem og þeir foreldrar sem komu að þessu og svo auðvitað krakkarnir sjálfir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband