Veðrið og góða skapið

Jæja!  Varst þú í góðu skapi þegar þú vaknaðir í morgun?  Errm Eða fórstu strax að hugsa um rigninguna sem hrellir höfuðborgarbúa þessa daganna?  Frown  Ég held að það skipti miklu máli hvernig maður ákveður strax að morgni til, hvernig dagurinn á að vera hjá manni. 

Svipað og að einhver fari í taugarnar á manni.  En hefur þú hugsað út í af hverju viðkomandi fer í taugarnar á þér?  Bara af því. Whistling

Ég er drullufeginn að hafa ekki snjó, þó svo að hann lýsi allt upp.  Þarf ekki að skafa né spóla á götum bæjarins eða þannig. Devil  Vil snjó í janúar eða febrúar, já og um jólin.

Svo líka gott að hlakka til næstu þurru daga sem vonandi koma fyrr en seinna.  Grin

Svo finnst fuglunum örugglega voða gott að hafa ekki snjó.

 Skemmtilegur vefur fyrir veðuráhugamenn:

http://www.windows.ucar.edu/cgi-bin/tour_def/earth/Atmosphere/weather.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Einmitt, alltaf að líta á björtu hliðarnar frændi:)

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 24.10.2007 kl. 11:48

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Góðan daginn Pollyanna mín.....þú ert alltaf í boltanum...

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.10.2007 kl. 16:16

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

LOL    Jæja Fanney mín.     Varstu svona illa Tekinn í vinnunni?  Ertu bara hætt að blogga eftir að þú náðir tíu ára starfsaldrinum?   

Marinó Már Marinósson, 24.10.2007 kl. 19:15

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

nei nei..af og frá...... maður er bara búin að vera í áfalli.... það er bara soldið kómiskt að uppgötva það að maður er að eldast...og að maður er jafnvel næstum orðin ein af reynsluboltunum hér......og ég sem er nýbyrjuð og allt það...og ekki deginum eldri en 17...

Fanney Björg Karlsdóttir, 25.10.2007 kl. 09:50

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já í mesta lagi 21 árs.    Það er ekki alltaf jólin.

Marinó Már Marinósson, 25.10.2007 kl. 10:23

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Svo fer þetta líka eftir því hve margir hætta á vinnustaðnum á undan manni.   Þá er maður skyndilega orðinn reynslubolti án þess að gera sér grein fyrir því þegar einhver með meiri starfsreynslu hættir.   Svo er hún Gugga okkar í Vin að koma þarna inn til ykkar.   Gott fyrir ykkur en leitt fyrir okkur hér í Efstaleiti.

Marinó Már Marinósson, 25.10.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband