Er lögreglan hrædd um helgar í miðbænum?

Ég er sammála lögreglustjóra.  Þetta er óþolandi ástand. Það verður að stöðva þetta sem fyrst hvernig sem það verður gert.

En samt er skrítið að heyra í sumum stjórnendum lögreglunnar þar sem þeir eru að hafa á orði að lögreglan geti varla látið sjá sig í miðbænum því þá sé veist að henni og hún æsi bara lýðinn upp.

Hvað er að mönnum?  Er lögreglan huglaus?

Víða erlendis væri ólátalögreglan eða bara herinn kallaður út til að taka á svona ófremdarástandi.  Það er óþolandi að fylliraftar og slagsmálahundar stjórni ástandinu í miðbænum um helgar.

Sýnið þessum slagsmálamönnum eða konum hver ræður.  Lögreglan á að taka á því sem gengur á í skjön við lög og reglur. 


mbl.is Sammála um að bæta þurfi ástandið í miðborginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband