Húsin á Mjóeyri við Eskifjörð

Ég var að skoða myndasafn Helga Garðars frá Eskifirði áðan og rakst á ljósmynd sem Helgi hafði tekið rétt innan við Mjóeyri sem er frægur tangi utan við Eskifjörð.  Búið er að koma fyrir nokkrum húsum á tanganum sem mér skilst að þjóni ferðamönnum sem vilja gista á staðnum. Gott og vel.  Það er örugglega gott að gista þarna og hvað er betra en að vakna við sjávarilm og fuglasöng í sumarfríinu. Smile  En var ekki hægt að velja húsunum betri stað?

Mér finnst ljótt hvernig þessum húsum hefur verið raðað á eyrina.   Var ekki hægt að hafa þessi hús t.d. nær fjallshlíðinni svo þau væru minna áberandi?  Til eru margar mjög fallegar myndir af Mjóeyrinni með Hólmaborgina eða þoku í baksýn.  Póstkortadæmi.  

Mér finnst frábært að fólk bjargi sér og sýni frumkvæði í ferðaþjónustu og ég tek fram að ég hef alls ekkert á móti framtaki eiganda húsanna, nema fyrir utan staðsetningu þeirra.   Mér skilst þarna sé orðin töluverð uppbygging og gangi vel sem ber að sjálfsögðu að fagna.  

 Mynd án húsanna.     Mynd með húsunum

Einum mikið annt um póstkortaljósmyndun Cool

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband