Að vera á móti en samt sammála

Það er hálf undarleg afstaða hjá Samfylkingunni að sitja hjá þegar Ragnar Bjarnason söngvar var útnefndur borgarlistamaður Reykjavíkur. 

Ég spyr: Er núna allt í einu hægt að vera sammála öllu með því að sitja hjá?

Eða er hægt að vera á móti með því að sitja hjá?

Er hægt að vera alveg sama um allt með því að sitja hjá?

Gat Samfylkingin ekki bara samþykkt Ragnar sem borgarlistamann, þennan flotta listamann sem hefur staðist alla tísku tónlistar og síðan mótmælt vinnubrögðum meirihlutans?  Frekar velja þeir að að reyna að túlka hjásetu sem samþykkt.


mbl.is Samfylking sat hjá við útnefningu borgarlistamanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það eru nú ansi margir sem eiga skilið að vera borgarlistamenn.. ég sé ekki að það þurfi að reyna berja á Samfykingunni þrátt fyrir að vinnubrögð meirihlutans séu slöpp.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 19.6.2007 kl. 13:06

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er rétt að það eiga örugglega margir þetta skilið en þetta er bara það mjúkt mál að það á að standa á bak við svona samþykkt til heiðurs listamanninum sjálfum en ekki blanda pólitík í þetta.  Árni hjá VG sá ástæðu til að samþykkja þetta og er hann nú harður andstæðingur meirihlutans. 

Marinó Már Marinósson, 19.6.2007 kl. 13:48

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér finnst einhvernveginn svo ónauðsynlegt að blanda pólitík inn í val borgarlistamanns hverju sinni. Geta borgarfulltrúar ekki kosið frá hjartanu? Listin höfðar jú til tilfinninga okkar frekar en flokkslínunnar sem lifir í hausnum á sumu fólki. 

Marta B Helgadóttir, 20.6.2007 kl. 13:47

4 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Heyr, heyr... Marta og Marínó.

Jón Brynjar Birgisson, 20.6.2007 kl. 15:20

5 Smámynd: arnar valgeirsson

heyr heyr já. ekki veit ég afhverju samfó sat hjá, kannski ákvað Villi þetta bara og spurði hvorki drottningu né prest... en ég er algjörlega sáttur við Ragga. hann er orgínal töffari og höfðar til unglinga og eldri borgara, veit það af eigin raun (því ég er unglingur hehe)..

arnar valgeirsson, 20.6.2007 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband