"Líkar þetta" hnappurinn hjá mbl.is

Á vef mbl.is er hægt að smella á hnapp við hverja frétt á síðunni ef þú vilt setja fréttina inn á Facebook. Þarna stendur: Líkar þetta.  Vertu fyrst(ur) vina þinna að líka þetta.  

Oft hef ég verið í vandræðum hvort ég eigi að smella á hnappinn "Líkar þetta" ef eitthvað neikvætt eða sorglegt er í fréttinni en hefði kannski viljað deila fréttinni.    

Hver vill vera fyrstur að líka það ef verið er að segja frá slysum og einhver hafi slasast? 

Virkar eins og vinir mínir á fésbókinni lesi þá að Marinó líkar eitthvað sorglegt við fréttina eða að einhver hafi t.d. dáið.  

Mogginn ætti að hætta að vera með þennan hnapp eða hið minnsta að breyta um nafn.  

Líkar þetta
Vertu fyrst(ur) vina þinna að líka þetta.

Til dæmis þessi frétt:   mbl.is Flugvél á flugsýningu lenti á áhorfendum    Hverjum líkar þetta? Bara spyr. 


mbl.is Flugvél á flugsýningu lenti á áhorfendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Það er hægt að setja þetta inn á facebook án þess að ýta á "líkar þetta".

Finnst þessi takki oft vera mjög óviðeigandi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 6.9.2010 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband