Skondin frétt en samt alvara á ferð

"Aska hefur fundist í hreyflum tveggja þota Ryanair flugfélagsins á flugvellinum í Belfast á Norður-Írlandi. Var fjórum flugferðum Ryanair til Englands aflýst í gær. Í fyrstu gaf flugfélagið þá skýringu að ótengdar bilanir hefðu komið upp í vélunum tveimur".

 

Þetta er nú hálf fyndið.    Halda Ryanair-menn að þeirra vélar séu ónæmar fyrir ösku?   Kannski eru þeir fúlir yfir því að geta ekki nýtt vélarnar undir farþega úr því að þær þyngjast af völdum ösku frá Íslandi?  Kannski má ekki nefna ösku hjá félaginu, gæti fælt farþega frá?

Var ekki einhvern tíma frétt um að þetta félag hefði viljað fá flugvélar afgreiddar klósettlausar frá Boeing?  

Ekki vil ég fljúga með félagi þar sem sætanýting er tekin fram yfir öryggismál.   Woundering


mbl.is Aska fannst í hreyflum þota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Flugyfirvöld í Evrópu breyttu stuðlunum um öskufínleikan eftir að allt stöðvaðist í Apríl. Askan frá Eyjafjallajökli um þessar mundir er víst svo fíngerð og létt (1) að hún á ekki að skaða þotuhreyflana, segja þeir. Nú þarf askan að vera miklu þyngri (20)  til að flug verði bannað. Ef að þetta reynist vitleysa, verður það flugfélögunum dýrkeypt. Sú er e.t.v. ástæðan fyrir afneitun Ryan Air.

Auðvitað eru mikli hagsmunir í húfi en hvenær svo sem hafa líf og limir almennings verið teknir fram yfir hagsmunina?

Svanur Gísli Þorkelsson, 10.5.2010 kl. 18:25

2 Smámynd: Andrés.si

Það er eitthvað skritið. Mér finnst ég las einhver stað að rusneskir vélar geta flogið. Annað um Boeing og Airbus eða hvað?

Andrés.si, 11.5.2010 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband