Færsluflokkur: Lífstíll
Myndlist
16.3.2013 | 01:31
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"
21.12.2012 | 09:12
Svona í tilefni þess að nýr dagur reis að morgni dags án stóráfalla.
"Gærdagurinn - Morgundagurinn - í dag"
Það eru tveir dagar í hverri viku sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af.
Tveir dagar sem ættu að vera lausir við ótta og kvíða.
Annar er gærdagurinn
með sínum mistökum og áhyggjum,
göllum og glappaskotum,
sínum sársauka og kvölum.
Gærdagurinn er að eilífu liðinn og kominn úr okkar höndum.
Allir peningar heimsins geta ekki gefið okkur gærdaginn aftur.
Við getum ekki tekið til baka það sem við gerðum í gær,
né getum við þurrkað út eitt einasta orð sem við sögðum
Gærdagurinn er liðinn!
Hinn dagurinn sem við ættum ekki að hafa áhyggjur af er morgundagurinn,
með sínu ómögulega andstreymi,
áhyggjum, sínum vongóðu fyrirheitum og lélegu framkvæmd.
Morgundagurinn er utan okkar seilingar.
Sól morgundagsins mun rísa annaðhvort í heiðskýru eða bak við skýjabakka,
en hún mun rísa.
Og þegar hún gerir það,
eigum við ekkert undir deginum,
því hann er enn ófæddur.
Því er aðeins einn dagur eftir "í dag".
Allir geta barist í orrustum eins dags.
Það er aðeins þegar við bætum við áhyggjum gærdagsins
og morgundagsins sem við brotnum saman.
Það er ekki upplifun dagsins í dag sem skapraunar fólki
það er söknuðurinn eftir einhverju sem gerðist í gær
og kvíðinn yfir því hvað morgundagurinn ber í skauti sér.
Lifum því fyrir einn dag í einu.
-Höfundur ókunnur-
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gat nú verið
13.3.2012 | 11:21
Við erum snillingar að búa til regluverk.
Þegar bensínið hækkaði um daginn, þá nefndi einhver ráðherra að betra væri að hvetja landann að kaupa vistvæna bíla en að lækka bensíngjaldið. Hvað eiga þeir að gera sem sitja uppi með óseljanlega bíla? Ekki kaupa þeir vistvæna bíla á meðan?
Af hverju ætli salan á rafmagnsvespum og rafmagnshjólum sé svona mikil eins og hún er í dag? Jú, mjög margir eru að leita að rauhæfum kosti til að komast á milli staða. Svo hafa þessar vespur leyst af "skutlferðir" foreldra í mörgum tilfellum. Hvað er að því þó svo að krakkagreyin noti þessar skutlur á göngustígum. Ekki er nú hraðinn mikill á þeim.
Sjálfur á ég rafmagnshjól og finnst það meiriháttar valkostur. Frábært að hafa val um hvort ég nota fótstigið eða láta rafmangið bera mig áfram ef þannig ber við.
En ekki vildi ég eiga rafmagnsvespu í dag ef ætlunin er að skrá þær í skráningarflokkinn með skellinöðrum. Þær ná aldrei sama hraða og skellinöðrur og eiga ekkert erindi út á götur.
Ef þessi reglugerð fer í gegn, þá er verið að jarða þessar vespur og um leið að hækka verð á þeim og um leið á rafhjólum. Þetta er bara dulbúin gjaldtaka.
Ekkert að því að takmarka "eitthvað" aldur á þær, t.d. að fermingaaldur sé viðmið.
Oft hef ég velt því fyrir mér hví fullorðnir séu ekki líka skyldugir til að nota reiðhjólahjálm. Geta ekki fullorðnir líka slasast, á höfði? Af hverju var þá ekki gengið alla leið varðandi hjálmanotkun á sínum tíma?
Sumar reglur er bara fyndnar. Tökum dæmi um byssueign. Ef þú átt fjórar byssur, þá verður þú að eiga læstan "byssuskáp" en ef þú átt þrjár byssur þá er í lagi að sleppa skápnum. Ég spyr: er hættulegra að eiga fjórir byssur en þrjár?
Nú á að láta veiðimenn, sem sem eru svo heppnir að vera dregnir út til að veiða hreindýr, að taka próf til að sjá hvort þeir hitti í skotmark. Ég segi til hvers er verið að gefa út byssuleyfi til að nota byssur ef viðkomandi er ekki hæfur til að nota þær? Eru ekki veiðivörður með í för sem eiga að grípa inn í ef dýrið særist. Mætti þá ekki spara veiðiverðina.
Það er ekki öll vitleysan eins.
Herða reglur um nýju fararskjótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólaðu hjólaðu hjólaðu
19.1.2011 | 13:26
Fyrirsögnin er svona vísun í texta Ómars Ragnarssonar sem ég hlustaði oft á þegar ég var krakki.
Þessa daganna hjóla ég á hverjum degi í vinnunna enda bíllinn ekki mjög hress þessa stundina. En það gerir ekkert til. Það er svo hressandi að hjóla.
Enda er ég búinn að koma mér upp hörku búnaði til að komast leiðar minnar; rafmagnshjól, hjólabuxur, hjólajakki, gott ljós sem er eins og blikkljós á lögreglubíl eða sterkt leitarljós. já og auðvitað nagladekk. Fær í flestan snjó eða þannig. .... eða var það ekki þannig?
Svo er bara að passa sig á hinum fíflunum í umferðinni. Ég skil ekkert í þessu, ég sé bílanna koma en þeir virðast engan áhuga hafa á mér og reyna bara að keyra mig niður ef ég voga mér inn á akvegi borgarinnar. En ég nota bara göngustíganna í staðinn. Svo er bara spurningin hvað veturinn, sem kom í gær, hangir lengi?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hjólað í vinnuna
2.5.2010 | 22:27
Jæja þá byrjar tímabilið "Hjólað í vinnuna og heim aftur" eða þannig. Ég ætla að taka þátt í þessu en þó í rólegheitum að þessu sinni. Í fyrra stóð ég mig að verki við að hjóla eins og andskotinn út um allt til að hala inn kílómetratölu.
Sá reyndar að þeir sem voru eftstir í fyrra á landsvísu voru að hala inn kílómetratölu eins og hver og einn starfsmaður þyrfti að hjóla minnst 100 km á dag, bara til að komast í vinnu og heim aftur. Það nær enginn að toppa svoleiðis framkomu. Nei grín, en samt var ótrúleg km tala á bak við hvern og einn.
Nei best að vera bara með og láta sína 8 km duga á dag. Já og fara varlega og hafa gaman að.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig verður sumarið veðurfarslega?
22.6.2009 | 00:13
Það er alltaf vinsælt að spá í veðrið. Verður sumarið gott? Mun rigna mikið eða verður þurrt? Af hverju erum við alltaf jafn hissa þegar rignir? Við búum jú á Íslandi og þar sem allra veðra er von.
Því segi ég: Um að gera að reyna að njóta sumarsins og þeirra fáu daga sem sólin skín. Líka þegar rignir. Bara klæða sig betur.
Sumarið varir jú bara í raun í tæpa tvo mánuði. Meðalhitinn nær varla tveggja stafa tölu í júlí hvort sem er.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að þykja vænt um dýrin sín
7.6.2009 | 12:59
Leikkonan Jennifer Aniston mun vera sú stjarna sem flestir Bandaríkjamenn myndu treysta hvað best fyrir gæludýrinu sínu.
Gott mál. Hún ætti kannski bara að stofna athvarf fyrir dýr sem eiga hvergi heima?
Annars finnst mér svolítið langt gengið að eyða 30 þúsund í nudd á hundinn sinn eins og hún ku láta gera reglulega. Reglulega er að vísu ansi teygt í þessu tilviki. Gæti verið 1x á dag, 1x í viku, 1x á mánuði eða 1x á ári? En eitthvað verður hún að nota peninginn sinn í og það er greinilega gott að vera hundur á hennar heimili.
Flestir vilja Aniston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hjóladagar hjólalíf
26.5.2009 | 22:26
Jæja, nú er hjóladögum að ljúka. Þið vitið, Hjólað í vinnunna. Ég hef verið frekar duglegur og hjólað alla daganna nema einn dag en þá þurfti ég að nota flugvél til að komast í og úr vinnu. En það telst víst ekki með.
Ég vissi að yfirmaður minn var á nálum (svona í gríni) þegar þetta átak var í gangi. Segjum að 50 þúsund manns rjúki til og fari að hjóla út í umferðinni óþjálfað í hjólreiðum. Slysalaust.
Í morgun þegar ég var að hjóla í vinnunna þá þurfti ég, sem oft áður, að beygja við blindhorn sem er svo sem ekki frásögu færandi, enda hafði oft farið þar um og oftast tekið beygjuna á ferðinni. En í morgun ákvað ég að nánast stoppa og kíkja áður en ég skellti mér í beygjuna. Og hvað gerðist? Það kom hjólreiðakona á fullri ferð á móti mér. Við rétt sluppum við hvort annað. Hefði orðið laglegur skellur ef ég hefði brunað eins og hina daganna. En endaði vel. Hjúkket aldrei of varlega farið. Nú er það hjálmur, hjólabuxur og spegill til að kíkja fyrir horn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er bara pirraður út í engan
15.5.2009 | 12:18
Þessir bretar og með fúlan forsætisráðherra í fararbroddi.
Danir eru afslappaðastir Evrópubúa samkvæmt nýrri könnun sem greint var frá í morgun. Bretar eru hins vegar uppstökkastir og reiðast oftast.
Ítalir svekkja sig hins vegar helst á lélegum lífsgæðum sínum en lélegur matur og þjónusta á veitingastöðum pirrar Frakka mest.Svíar og Norðmenn taka það hins vegar sérlega nærri sér hæðist aðrir að heimalöndum þeirra.
Hvað hefðu Íslendingar sagt ef þeir hefðu verið með?
Bretar styggastir Evrópubúa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný færsla
30.4.2009 | 22:11
Jæja þá er að skrifa smávegis hérna enda orðið langt síðan síðast. Enda vorið komið og krían mætt á svæðið. Apríl er búin að vera frekar blautur mánuður en vonandi verður maí mánuður betri.
Sjálfur hef ég reynt að vera duglegur að fara út og hreyfa mig enda veitir mér ekki af. Svo er hjólið tekið fram reglulega og hjólað.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)