Vinnan

Þessa daganna eru allir í vinnunni að útbúa fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.    Ég er búin að liggja yfir minni og spá í hvað þarf að gera fyrir næsta ár. Wizard Alltaf gott að hugsa 12 mánuði fram í tímann.  Ætli áætlunin gangi eftir eða verður eitthvað sem skekkir svona áætlun?  Whistling En mikið verð ég feginn þegar ég klára þessa vinnu.  

Er ekki vinnan dásamleg? Grin


Afmælisdagur Lennons

John Lennon hefði orðið 67 ára í dag hefði hann lifað.

Hvern hefði dreymt um að í dag á að kveikja á friðarljósi hér á Íslandi til minningar um John, hvað þá að vinir hans og fjölskylda yrðu stödd hér í dag í tilefni dagsins.

Strax árið 1969 byrjaði John að hvetja Yoko til að útbúa listaverk í þágu friðar. 

 

 


Meira af tónlist - Wishbone Ash

Wishbone Ash

 Ein af mínum uppáhalds böndum hérna í den.  

- Throw Down The Sword  

   

 

http://www.youtube.com/watch?v=z9ldlqr8ZQE

http://www.youtube.com/watch?v=biG5CNlu3dM&mode=related&search=


Háhýsi sjónmengun eða hvað!

Hér er mynd af Smáralind og nýja háhýsinu norðan megin við verslunarmiðstöðina. 

Ég er vissum að skugginn frá háhýsinu hafi náð 500 metra frá húsinu.   Hvað ætli íbúum við grend við nýja turninn sem á að rísa á gamla bílastæðinu við Smáratorg finnist þegar hann verður risinn?

Nýtt skuggahverfi að rísa í Kópavogi?

 

Háhýsi


Haust

Við feðgin fórum í göngutúr seinnipartinn í dag í frábæru veðri.  Logn, sól og tært loft.

Læt hér fylgja myndir frá Vífilstaðavatni þar sem löbbuðum. 

 

Vífilstaðavatn

Vífilstaðavatn sólin

 


Crossroads Guitar Festival

Fyrir þá sem hlusta mikið á tónlist þá bendi ég þeim á frábæran dvd disk.   Crossroads Guitar Festival sem Eric Clapton stóð fyrir   

Ég er búin að horfa mikið og hlusta á hann og finnst hann frábær.

Ekkert nema snillingar á ferð og geggjaður diskur fyrir gítarunnendur. 

Listamenn eins og B.B King, Buddy Guy, Carlos Santana, Joe Walsh, Jonny Lang, Robert Cray Robert Lockwood JR, ZZ Top og fleiri.  Bara ein veisla.

 Hér er hlekkur inná eitt lag af disknum með Eric Clapton

http://www.youtube.com/watch?v=LOZkHOfrjZs


Hluthafi í gufu!

Nú hefði verið gott að vera í einhverri nefnd hjá Orkuveitunni og sýnt mikinn áhuga á samningnum. 

Væri þá ríkur í dag og kannski í Kína að kynna útrás.  Cool

En kannski er bara best að horfa yfir Fossvogsdalinn og dást af útsýninu. 

Neee. Grin  Ætla frekar út í Viðey með Yoko, Palla Mc. og Ringo og kveikja á Star Wars geislanum Ninja til minningar um John Lennon.   tja  ef ég fæ boðskort. Blush


Loksins beygjuljós á Bústaðaveginum

Loksins er búið að setja beygjuljós við brúnna á Bústaðaveginum.  Ég bloggaði um þetta (nöldraði)Smile fyrr í sumar. 

Kannski borgar sig að nöldra hér.  Grin Kraftaverkin gerast enn.

Allt er gott í hófi.  Það er hægt að fara t.d. á fonta-eða litaflipp í tölvunni og stjórnendur í vegamálum virðast ekki kunna neitt annað en að setja niður ljós hér og þar ef upp koma gatnamót. En ljósin á brúnni við Bústaðaveginn voru nauðsynleg.  Held að þar hafi orðið árekstur einu sinni í viku áður en ljósin komu (loksins).


Duglegir krakkar og dósasöfnun

Jæja þá var familiiiiiannn að hjálpast að í kvöld að safna dósum og flöskum með 9 bekkingum í Hjallaskóla.   Prinsessan stefnir á Danmerkurför í vor með bekknum.   Þessir krakkar eru ótrúlega dugleg.   Mér sýndist þau stefna í að safna í kringum 100 þús. í kvöld, sem er sko ekkert slor. Whistling   Foreldrarnir voru mættir í skólan tveimur tímum síðar til að flokka og telja það sem krakkarnir voru búin að safna.  Ég og Einar vorum í því að sækja poka út um allt hverfi. Ef þau verða svona dugleg í allan vetur þá stefnir í að foreldrar komist með líka. hehe Grin  

Frekar latur að blogga

Voða er ég latur að blogga þessa daganna.  Blush En það kemur allt. 

Hreyfi mig bara meira í staðinn.  Geng í dalnum og suður með sjó. Cool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband