There will NEVER be a Beatles reunion
13.7.2011 | 12:05
Bítlar á ÓL? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er útlitið hvítt!
1.5.2011 | 15:28
Það er orðið langt síðan ég skrifaði síðast. En nú er tilefni til að skrifa um veðrið. Er það ekki alltaf umræðuefni á Íslandi hvort sem er? Í morgun var alhvítt úti en samt 3 stiga hiti. Aumingja fuglarnir; þeir voru hálf ruglaðir enda á ekki að vera svona veður í byrjun maí. Við verðum sjálfsagt búin að geyma þessu eftir þrja daga þegar sólin og hitinn í jörðu verður búin að bræða þennan snjó í burtu.
Það má því segja að útlitið sé núna hvítt!
Risa Spói
28.3.2011 | 21:54
Haförn, sem komið var með á grænlensku náttúrufræðistofnunina í Nuuk á Grænlandi nýlega, er hugsanlega stærsti örn sem vitað er um.
Hafi goggurinn verið 6,3 metrar á lengd eins og prentvillan í fréttinni gefur til kynna og klærnar 21,1 sentimetri þá er þetta örugglega Spói. Risa Spói.
Stærsti haförn sem sést hefur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvað get ég sagt?
25.3.2011 | 19:47
iPad-æði á Laugaveginum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ný sjófuglategund fundin
10.3.2011 | 21:59
Var að skoða heimasíðu Wildlife Extra og rakst þar á frétt sem segir frá nýrri fuglategund sem fannst út af ströndum Chile í lok febrúar, en það eru 55 ár eru síðan ný sjófuglategund fannst síðast. Um er að ræða stormsvölutegund.
This tiny black and white seabird is believed to be new to science. Photo credit Peter Harrison.
Heimild: http://www.wildlifeextra.com/go/news/harrison-petrel.html
Mr. Skallagrímsson
27.2.2011 | 19:04
Skelltum okkur í leikhús upp í Borgarnes um helgina. Ferðin lá inn á Landnámssetrið til að sjá einleikinn Mr. Skallagrímsson. Þegar inn var komið, er gengið upp á söguloftið þar sem gestir sátu, að gömlum sið, undir súð.
Inn gekk Benedikt Erlingsson og hóf tilkomumikinn söguleik um Skallagrím Kveldúlfsson og hans fjölskyldu. Þvílík snilld. Gaman að hlusta á hann tengja saman nútímann, fornöld og virkja áhorfendur við leikverkið. Vissulega er farið frjálslega með efnið en það skemmir ekkert. Hver veit svo sem hvernig þetta var nákæmlega. Sögur voru oft ritaðar tvö- til þrjúhunduruð árum síðar eftir hvern atburð og oftast af munnmælum.
Tilvalið að njóta kvöldsins með því að fá sér léttan málsverð á staðnum, áður en leiksýningin byrjar.
Mæli með þessari sýningu.
Vinir og fjölskylda | Breytt 5.3.2011 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hjólaðu hjólaðu hjólaðu
19.1.2011 | 13:26
Fyrirsögnin er svona vísun í texta Ómars Ragnarssonar sem ég hlustaði oft á þegar ég var krakki.
Þessa daganna hjóla ég á hverjum degi í vinnunna enda bíllinn ekki mjög hress þessa stundina. En það gerir ekkert til. Það er svo hressandi að hjóla.
Enda er ég búinn að koma mér upp hörku búnaði til að komast leiðar minnar; rafmagnshjól, hjólabuxur, hjólajakki, gott ljós sem er eins og blikkljós á lögreglubíl eða sterkt leitarljós. já og auðvitað nagladekk. Fær í flestan snjó eða þannig. .... eða var það ekki þannig?
Svo er bara að passa sig á hinum fíflunum í umferðinni. Ég skil ekkert í þessu, ég sé bílanna koma en þeir virðast engan áhuga hafa á mér og reyna bara að keyra mig niður ef ég voga mér inn á akvegi borgarinnar. En ég nota bara göngustíganna í staðinn. Svo er bara spurningin hvað veturinn, sem kom í gær, hangir lengi?
Það gerir stofuborðið
12.11.2010 | 12:48
Einkaneysla að aukast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Líkar þetta" hnappurinn hjá mbl.is
5.9.2010 | 20:16
Á vef mbl.is er hægt að smella á hnapp við hverja frétt á síðunni ef þú vilt setja fréttina inn á Facebook. Þarna stendur: Líkar þetta. Vertu fyrst(ur) vina þinna að líka þetta.
Oft hef ég verið í vandræðum hvort ég eigi að smella á hnappinn "Líkar þetta" ef eitthvað neikvætt eða sorglegt er í fréttinni en hefði kannski viljað deila fréttinni.
Hver vill vera fyrstur að líka það ef verið er að segja frá slysum og einhver hafi slasast?
Virkar eins og vinir mínir á fésbókinni lesi þá að Marinó líkar eitthvað sorglegt við fréttina eða að einhver hafi t.d. dáið.
Mogginn ætti að hætta að vera með þennan hnapp eða hið minnsta að breyta um nafn.
Til dæmis þessi frétt: Flugvél á flugsýningu lenti á áhorfendum Hverjum líkar þetta? Bara spyr.
Flugvél á flugsýningu lenti á áhorfendum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Smá dund í sumarfríinu
29.7.2010 | 10:40
Loksins að það gerist eitthvað hérna á blogginu mínu.
Set hér inn tvær myndir af málverkum sem ég gerði núna um daginn.
Báðar myndirnar eru í akrýl og unnar nær eingöngu með spaða. Afsakið að myndin er ekki alveg í fókus þar sem ég notaði gemsann til að mynda þær. Set kannski inn betri myndir síðar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)