Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

Pæling í lok febrúar

Já ég er hérna ennþá. cool 

Jæja nú fer að styttast í vorkomuna enda held ég að að sé bara í fínu lagi.   Veturinn hefur verið hálf leiðinlegur.   Sveiflur í veðurfarinu hafa verið með eindæmum.  Samt hafa höfuðborgarbúar sloppið vel hvað varðar mjög mikla ófærð. 

Hellisheiðin hefur verið óvenjulega oft lokuð í vetur en ég held að skýringin á því, að hluta, sé vegna þess að vegurinn yfir heiðina er nánast ekkert upphækkaður.   Það liggur við að segja að hann sé niðurgrafinn á köflum.   Enda má aldrei blása, þá er heiðin nánast lokuð um leið. 

Hækka veginn um 1-2 metra sem fyrst.    cool 

 

Hin ástæðan fyrir væntingum fyrir góðu vori er sú að nú ætla ég í víking á bítlaslóðir í fyrsta sinn.   Erindið er að sjá æskustöðvar þeirra félaga í Liverpool.   Fyrir bítlaáhugamann eins og mig verður þetta mikil upplifun og kannski tilefni til skrifa um þá hérna á þessu ágæta bloggi sem ég hef verið alltof latur að nota.  Bítlaferð til London bíður betri tíma.    foot-in-mouth

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband