Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Gat nú verið

Við erum snillingar að búa til regluverk.   Smile

Þegar bensínið hækkaði um daginn, þá nefndi einhver ráðherra að betra væri að hvetja landann að kaupa vistvæna bíla en að lækka bensíngjaldið. Hvað eiga þeir að gera sem sitja uppi með óseljanlega bíla? Ekki kaupa þeir vistvæna bíla á meðan?

 Af hverju ætli salan á rafmagnsvespum og rafmagnshjólum sé svona mikil eins og hún er í dag?   Jú, mjög margir eru að leita að rauhæfum kosti til að komast á milli staða. Svo hafa þessar vespur leyst af "skutlferðir" foreldra í mörgum tilfellum.  Hvað er að því þó svo að krakkagreyin noti þessar skutlur á göngustígum.   Ekki er nú hraðinn mikill á þeim.

Sjálfur á ég rafmagnshjól og finnst það meiriháttar valkostur.   Frábært að hafa val um hvort ég nota fótstigið eða láta rafmangið bera mig áfram ef þannig ber við.  

En ekki vildi ég eiga rafmagnsvespu í dag  ef ætlunin er að skrá þær í skráningarflokkinn með skellinöðrum.    Þær ná aldrei sama hraða og skellinöðrur og eiga ekkert erindi út á götur.

Ef þessi reglugerð fer í gegn, þá er verið að jarða þessar vespur og um leið að hækka verð á þeim og um leið á rafhjólum. Þetta er bara dulbúin gjaldtaka.

Ekkert að því að takmarka "eitthvað" aldur á þær, t.d. að fermingaaldur sé viðmið. 

Oft hef ég velt því fyrir mér hví fullorðnir séu ekki líka skyldugir til að nota reiðhjólahjálm. Geta ekki fullorðnir líka slasast, á höfði? Af hverju var þá ekki gengið alla leið varðandi hjálmanotkun á sínum tíma? Woundering 

Sumar reglur er bara fyndnar. Tökum dæmi um byssueign.    Ef þú átt fjórar byssur, þá verður þú að eiga læstan "byssuskáp" en ef þú átt þrjár byssur þá er í lagi að sleppa skápnum.   Ég spyr: er hættulegra að eiga fjórir byssur en þrjár?  Smile

Nú á að láta veiðimenn, sem sem eru svo heppnir að vera dregnir út til að veiða hreindýr, að taka próf til að sjá hvort þeir hitti í skotmark.  Ég segi til hvers er verið að gefa út byssuleyfi til að nota byssur ef viðkomandi er ekki hæfur til að nota þær? Eru ekki veiðivörður með í för sem eiga að grípa inn í ef dýrið særist. Mætti þá ekki spara veiðiverðina.   Smile 

Það er ekki öll vitleysan eins.    


mbl.is Herða reglur um nýju fararskjótana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband