Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Er þetta gos á sama stað og sigketillinn sem fannst árið 1999?

Árið 1999 var frétt hérna á mbl.is um að sigketill hafi fundist á Fimmvörðuhálsi.

 

Sigketill finnst á Fimmvörðuhálsi

"Sigketill hefur fundist á Fimmvörðuhálsi en talið er líklegt að jarðhiti hafi myndast þar við umbrotin í Kötlu í sumar og að þau hafi náð yfir stærra svæði en í fyrstu var talið.Ketillinn er 200 til 300 metrar í þvermál og 10-20 metra djúpur. Hann er einum kílómetra vestan við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls, sem liggur á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, og norðan til í hálsinum. Kemur vatn undan honum og rennur í Hvanná og þaðan í Krossá. 

Enginn kannast við jarðhita þar og sigketillinn sést ekki á eldri loftmyndum, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands." Mbl.is 14.10.1999

Munið ekki eftir fréttum á sínum tíma af auðu blettunum sem sáust á Fimmvörðuhálsi þegar snjór lá yfir öllu?

Gaman væri að vita hvort eldgosið í dag sé á sama stað?


mbl.is Mældu færslu kvikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árinni kennir illur ræðari

Núna keppast allir við að réttlæta sitt. 

Núna á greinilega að túlka þennan sigur fólksins í landinu sem sigur stjórnarinnar og fóðra sig með því að þau hafi orðið að reyna að semja hratt til að ljúka málinu, alveg sama hver niðurstaðan yrði og þessar kosningar hafi ekki skipt neinu máli þar sem annað samkomulag liggi nánst fyrir.

En sem betur fer er lýðræði í landinu og það þurfti að klára þetta mál formlega eftir að forsetinn synjaði lögunum á sínum tíma og vísaði til þjóðarinnar. 

Mér finnst að það þurfi að vanda sig í svona samningum og stóru mistökin hjá stjórninni hafi verið að láta ekki alla flokka koma að þessum samningum strax í febrúar 2009.

Þá hefði kannski legið fyrir samkomulag sem allir hefðu getað sætt sig við og verið sammála um.

Númer eitt að mynda samstöðu í landinu um þetta mál. Það sýnir sig að fáir vilja hjálpa okkur nema Færeyingar. Reyndar grunar mig að Noregur myndi einnig gera það á endanum enda er það eina þjóðin sem finnur til skyldleikans til okkar.

Svo er spurningin hvernig stjórnarliðum hafi liðið á laugardaginn, hafi þau setið heima eins og foringjarnir gerðu, vitandi að það er til fullt af fólki um allan heim og þá sérstaklega konur, sem öfunda okkur á að hafa kosningarétt og geta nýtt sér hann.  Woundering

Hins vegar verða allir dauðfegnir því að þessu máli fari að ljúka og ríkisstjórnin fari að standa undir nafni og hjálpi fólkinu í landinu en hugsi ekki bara eins og það séu bara tvö mál á stefnuskrá. Smile 

 


mbl.is Sigríður Ingibjörg: Samningsstaða Íslands hefur styrkst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC fattar þetta ekki enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími

Held BBC skilji ekki þennan rétt sem við höfum til að kjósa enda hentar það ekki breskum né Jóhönnu og Steingrími að þessi kosning fari fram.

Fyrir mér er þetta kristaltært.

Hvað ef þessi lög verða samþykkt?   Þá þurfum við og börnin okkar að borga eins og lögin voru samþykkt á þinginu fyrir jól.  Það má alls ekki gerast.    Við höfum ekki getu til né efni á að borga eins og skilyrðin voru sett upp. 

Það verður að fella þessi lög og segja Nei!

BBC-menn virðast ekki skilja þetta frekar en Steingrímur J og Jóhanna forsætisráðherra. 


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg ummæli hjá forsætisráðherra

Það var hálf skrítið að hlusta á forsætisráðherra í sjónvarpsfréttum í kvöld þegar hún talaði um marklausa kosningu nk. laugardag. Ótrúlegt að ráðherra skuli tala svona um lýðræðisrétt allra landsmanna. Þetta er réttur allra; hvort sem við kjósum Já eða Nei.Ég hefði skilið þetta ef ráðherra í Bretlandi hefði sagt svona nokkuð, bara til að reyna að gera lítið úr þessum rétti okkar. En ekki okkar eigin ráðherra.  Shocking

Langar að vísa á góða bloggfærslu sem ég sá í dag, varðandi kosningarnar:  svavaralfred.blog.is/blog/svavaralfred/entry/1025613/


mbl.is Furðar sig á ummælum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisábyrgð eða ekki

Þessi pólitík.    Fyrir mér er þetta einfalt.  Það verður kosið um hvort eigi að  leyfa ríkisábyrgð eða ekki á greiðslum, vegna tjóns hjá einkabanka.   Woundering
mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband