Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Pása
23.6.2009 | 22:08
Já þá er komið að pásu hér á blogginu. Ekki það að bloggið hafi þvælst mikið fyrir mér en held að það sé fínt að stoppa núna og koma frekar endurnærður inn aftur seinna. Lofa auðvitað engu hvort það verði í næstu viku eða næsta haust? Þar fyrir utan held ég að það verði engin sorg þó einu bullinu fækki. LOL
Svo er miklu skemmtilegra að skrifa um eitthvað jákvætt og skemmtilegra en kreppuna.
Annað: Hlustaði á Jónas R á Rás 1 áðan og ótrúlegt hvað sá maður hefur góð áhrif á mann. Hann hefur svo róandi áhrif og grípandi um leið, bara með því að segja frá þar sem hann er staddur þá stundina. Hann nær ótrúlega vel til hlustenda og er ég nú ekki mjög góður hlustandi. Þannig að ég mæli með Rás 1 í sumar.
Over and Out
Í sól og blíðu austur í Vík
22.6.2009 | 20:41
Skrapp austur í Vík í Mýrdal í dag.
Mikið var nú gaman að komast aðeins út fyrir borgarmörkin. Datt í þessa brakandi blíðu. Enda naut ég þess í botn. Samt gekk á með rigningu á leið minni um sunnlenska grund, aðallega hér og þar (t.d. í sólarhreppnum svokallaða).
En umferðin var ótrúlega mikil. Greinilegt að ferðatíminn er byrjaður. Ótrúlegt hvað margir asnar eru í umferðinni (afsakið orðbragðið). Þeir halda að Rallý sé leyfilegt á íslenskum þjóðvegum. En sem betur fer slapp þetta allt í dag.
Flókið mál eða þannig
22.6.2009 | 20:11
Kópavogur. Þar sem hlutirnir gerast.
Smá vangaveltur
Framsóknarmenn munu ekki leggja til bæjarstjóraefni, verði samstarfi haldið áfram við Sjálfstæðisflokkinn. Ráðning utanaðkomandi aðila til að taka að sér verkefni bæjarstjóra kemur heldur ekki til greina.
Það er greinilega ekki mikill metnaður hjá Framsókn. Einu sinni þótti gott að komast í stjórastólinn.
Virkar eins og Framsókn vilji endilega að Sjálfstæðismenn sitji í stóra stólnum.
Hvað ætli fjórði flokkurinn geri í kvöld?
Þrír flokkar funda í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður sumarið veðurfarslega?
22.6.2009 | 00:13
Það er alltaf vinsælt að spá í veðrið. Verður sumarið gott? Mun rigna mikið eða verður þurrt? Af hverju erum við alltaf jafn hissa þegar rignir? Við búum jú á Íslandi og þar sem allra veðra er von.
Því segi ég: Um að gera að reyna að njóta sumarsins og þeirra fáu daga sem sólin skín. Líka þegar rignir. Bara klæða sig betur.
Sumarið varir jú bara í raun í tæpa tvo mánuði. Meðalhitinn nær varla tveggja stafa tölu í júlí hvort sem er.
Í alvöru!
17.6.2009 | 15:09
Ja hérna! Í alvöru! Á 65 ára afmælisdegi lýðveldisins? Hvaða hlutverk fær það fólk sem búið er að missa vinnuna, í þessari uppbyggingarstarfssemi sem Jóhanna talar um?
Það er lögð meiri áhersla á að borga Icesave-reikninganna en að einbeita sér að því að hjálpa fólkinu í landinu. Íslenski viðsemjandinn í Icesave málinu nennti ekki að standa í þessu samningaþrasi lengur og samdi strax, bara til að ljúka þessu af.
Heyjum á ný sjálfstæðisbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ók framúr flugvélinni
13.6.2009 | 20:18
Ökumaður bifreiðar sem ók glannalega eftir þjóðveginum nálægt Grundartanga í gær er grunaður um að hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna. Lögreglumenn á eftirlitsflugi urðu bílsins varir, vélinni var flogið á 90-100 km hraða en auka þurfti hraðann til þess að hafa við bifreiðinni.
Maður veltir því fyrir sér hvort flugvélin hafi ekki verið við að við það að falla til jarðar, þar sem hún var á svo litlum hraða (90-100 km hraða)? Hélt að þessi vél færi ekki mikið niður fyrir 103 km í hraða með fullum flöpsum?
En eins gott að þeir náðu kauða áður en hann yrði valdur að slysi.
Nú er aðalferðatíminn hafinn og mikil umferð á þjóðvegum landsins og gott til þess að vita að lögreglan fylgist vel með.
Ók framúr flugvélinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Að þykja vænt um dýrin sín
7.6.2009 | 12:59
Leikkonan Jennifer Aniston mun vera sú stjarna sem flestir Bandaríkjamenn myndu treysta hvað best fyrir gæludýrinu sínu.
Gott mál. Hún ætti kannski bara að stofna athvarf fyrir dýr sem eiga hvergi heima?
Annars finnst mér svolítið langt gengið að eyða 30 þúsund í nudd á hundinn sinn eins og hún ku láta gera reglulega. Reglulega er að vísu ansi teygt í þessu tilviki. Gæti verið 1x á dag, 1x í viku, 1x á mánuði eða 1x á ári? En eitthvað verður hún að nota peninginn sinn í og það er greinilega gott að vera hundur á hennar heimili.
Flestir vilja Aniston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tæpar 220 milljónir á dag í 15 ár
6.6.2009 | 17:01
"...staðfest var að hafinn væri undirbúningur að því að aflétta frystingu eigna Landsbankans á Bretlandseyjum. Það hefði enda verið ein af samningskröfum Íslands" Stóð það ekki alltaf hvort sem er til ef við myndum borga? Þurfti nokkuð að semja um bannið sérstaklega?
Ætli þessi samningur þýði ekki svona ca. 1200 milljarðar með vöxtum og vaxtavöxtum. Þá er bara að fara að borga eða leggja fyrir 218 millur á dag í 15 ár, fyrir okkur öll.
Mjög mikilvægur áfangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eitthvað fyrir aðdáendur Lord of the Rings
1.6.2009 | 21:23
Datt hér niður á nýja útgáfu af Hringadrottinssögu. The Hunt For Gollu
Flott útgáfa og kemur með nýjan vinkil. Svolítið róleg útgáfa en gaman samt. Góða skemmtun.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)