Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
Hjartastuðtæki og skjót viðbrögð björguðu mannslífi
10.11.2008 | 18:15
Þar sem ég þekki til viðkomandi atviks þá langar mig að blogga aðeins um þessi mál.
Það er mín skoðun að þessi svo kölluð hálfsjálfvirk hjartastuðtæki séu ein mesta bylting sem komið hafa fram á síðari árum í endurlífgun, fyrir utan fræðslu og menntun í skyndihjálp. Mér finnst að svona tæki eigi að vera í öllum lögreglubifreiðum á landinu sem og á opinberum stöðum þar sem allir hafa aðgang að þeim. Það er mjög auðvelt að læra á þau og því nauðsynlegt að hafa þau sem aðgengilegust fyrir alla.
Rauði kross Íslands hefur séð um skyndihjálparnámskeið undanfarin ár og hvet ég alla til að sækja þessi námskeið reglulega.
Innskot: Gísli Björnsson, Deildarstjóri sjúkraflutninga hjá SHA, greinir nákvæmar frá þessu hér í athugasemdir hér fyrir neðan þannig að fréttin sé rétt. Ég sem hélt að Skessuhorn hefði verið með nákvæma frásögn af þessu Endilega lesið athugasemd Gísla, þið sem hafið áhuga.
![]() |
Hjartastuðtæki og skjót viðbrögð björguðu mannslífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 11.11.2008 kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Göngutúr
8.11.2008 | 20:14
Tryggvi Þór er snjall og vitur maður sem ætti að hlusta á
8.11.2008 | 15:32
Ég hef alltaf sperrt upp eyrun þegar Tryggvi Þór Herbertsson tjáir sig. Hví í ósköpunum hlustaði Geir H og co ekki á þennan mann? Tryggvi hefur alltaf verið skynsamur í öllu sem rætt hefur verið um og séð hlutina í víðara samengi og án eigin hagsmuna.
Ef það verður einhvern tíma sett á þjóðstjórn þá á þessi maður að sitja í þeirri stjórn. Engin spurning.
![]() |
Tryggvi Þór: Lítið samband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dabbi á seðil!
5.11.2008 | 13:04
Þetta er brandari ársins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú sérstætt peningafölsunarmál. Hvað var fólkið að hugsa sem tók á móti blaðinu?
Strákurinn minn (12 ára) á einn svona seðil og hann hengdi hann upp á vegg því honum fannst þetta svo flottur seðill og hann er hér enn. Ætli ég verði ekki að hringja í lögguna og skila inn fölsuðum seðli?
Það er allaveganna komin ný króna sem Evrópa gæti fallið fyrir.
![]() |
Notaði seðil með mynd af Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hættum þessu loftrýmiseftirliti með herþotum
4.11.2008 | 13:48
![]() |
Danir senda F-16 vélar til Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |