Ók framúr flugvélinni

Ökumaður bifreiðar sem ók glannalega eftir þjóðveginum nálægt Grundartanga í gær er grunaður um að hafa verið undir áhrifum örvandi fíkniefna. Lögreglumenn á eftirlitsflugi urðu bílsins varir, vélinni var flogið á 90-100 km hraða en auka þurfti hraðann til þess að hafa við bifreiðinni.

Maður veltir því fyrir sér hvort flugvélin hafi ekki verið við að við það að falla til jarðar, þar sem hún var á svo litlum hraða (90-100 km hraða)?  Hélt að þessi vél færi ekki mikið niður fyrir 103 km í hraða með fullum flöpsum?  Whistling     

 

En eins gott að þeir náðu kauða áður en hann yrði valdur að slysi.

Nú er aðalferðatíminn hafinn og mikil umferð á þjóðvegum landsins og gott til þess að vita að lögreglan fylgist vel með.   Police     


mbl.is Ók framúr flugvélinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Ég fagna því að löggan skuli vera komin á flugvél til að fylgjast með umferðinni á þjóðvegum landsins. Ökumaðurinn sem um ræðir í greininni er alls engin undantekning þegar um er að ræða bíla með kerrur eða annað "dragelsi" á þjóðvegunum. Margir slíkir keyra á ofsahraða þrátt fyrir 80 km hámarkshraða fyrir þannig æki. Ég fer töluvert um þjóðvegina og þótt maður aki að jafnaði á 90-95 km hraða þeysir megnið af þessum ækjum framúr manni á miklum hraða með draslið dinglandi aftan í sér. Sama gildir um vöruflutningabílana, það er lygimál að þeir komist ekki hraðar en 100 km á klst. Þeirra hámarkshraði er 80 km eins og dragelsisdraslsins en löggan gerir ekkert í málunum þótt þeir fari upp í 20 km, 25% yfir hámarkshraða sinn en mér skilst að nú sé farið að sekta menn fyrir að aka á yfir 95 km hraða, hvað þá ef menn fara yfir 100 á bílum sem hafa 90 km hámarkshraða. Þetta einfaldlega eykur hættuna á slysum í umferðinnni.

corvus corax, 13.6.2009 kl. 22:00

2 identicon

Stall speed á þessari vél m/v 0° flapa er 62 kts (99 km/klst) og m/v 38° flapa 56 kts (90 km/klst) en svo megum við auðvitað ekki gleyma vindinum á þessu blessaða landi, þetta getur vel staðist með smá mótvindi :)

Haraldur Karlsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:37

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Er ekki hraði flugvélarinnar "air speed" og hraði bílsins "ground speed"?   Hvernig er hægt að bera þessar tölur saman eins og gert er í fréttinni?

Ágúst H Bjarnason, 14.6.2009 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband