Þetta er ein besta fréttin í dag

Var að lesa um frétt á mbl.is þar sem segir frá hóp Íslendinga sem er þessa daga staddur í Palestínu í þeim tilgangi að gefa einstaklingum gervilimi sem misst hafa fæturna af völdum átaka á svæðinu undanfarin ár.   

Hópurinn gaf í dag ungum palestínskum manni gervifætur sem misst hafði báða fætur sína. Fyrst fyrir fjórum annan fótinn og í vetur seinni fótinn af völdum skriðdreka.  

Ég held að það sé ólýsanleg tilfinning að geta skyndilega gengið aftur.   Umræddur maður átti ekkert von á því að geta fengið hjálp á næstunni en kom óvænt á staðinn þar sem Íslenski hópurinn var staddur og var kominn með gervifætur og farinn að ganga eftir tveggja tíma undirbúning.  

Alltaf gaman að lesa um svona gleðilega frétt.    


mbl.is Fótalaus en kom gangandi heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábært!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 22:59

2 identicon

Hefði ekki verið betra að standa með palestínumönnum heldur að gefa þeim nokkra gervifætur? Að mótmæla Ísrael og fordæma þá? Það mundi hjálpa meira ef þeir finna stuðning fyrir sinni baráttu.Eru þessir menn bættari með þessa gervifætur? Þeir geta ekki farið neitt? Eru lokaðir þarna inni og er verið að murka úr þeim líftóruna og okkur líður vel eftir að hafa hent í þá nokkra gervifætur?

fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 04:57

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

finnst þetta frábært að hjálpa þeim með nýjar fætur þetta fólk er búið að missa fæturnar og það er ekki bætara þó við förum að standa með þeim núna, fæturnir eru farnir

flott hjá Össurri

Guðrún Indriðadóttir, 23.5.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband