Jólin nálgast

Jæja, þá nálgast jólin.  já já ennþá tími fyrir ykkur að klára jólainnkaup og allt það.  Annars eru ótrúlega margir búnir að skreyta nú þegar jólatréð.  W00t  

Í þetta sinn ætla ég og krakkarnir austur á land og njóta jólanna með foreldrum mínum að þessu sinni.   Ætla að lána húsið á meðan, svo blómin verða í góðum höndum.   Smile  Ætla að njóta þess að halda áfram að gera ekki neitt nema að vera ekki fyrir neinum.   Reyna að lesa góða bók, vera duglegur að hreyfa mig og gera eitthvað gott.  Jú og reyna að sinna einhverju andlegu líka.  Smile  Stefni að því að byrja að vinna að nýju eftir áramótin eftir langt frí ef allt gengur upp.

Vonandi komið þið til með að eiga góða stund um vinum og vandamönnum, hvar sem þið verðið stödd um hátíðarnar.   

Þó það séu enn fimm dagar til jóla þegar þetta er skrifað þá óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla og þakka ykkur fyrir stundirnar hér á blogginu.  

Næstu skref á blogginu verða bara að koma í ljós síðar.    

Gleðileg jól    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þegar þú segir sinna einhverju andlegu - hvernig gerirðu það þá? Sorrí ekki illa meint - er bara forvitin.... en það ættirðu þú að vita núna ;)

Annars! Gleðilega jól. Eigðu góða göngutúra, lesist þér vel og varaðu þig á reykta matnum

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hugsa extra jákvætt, lesa jákvætt og þannig.  

Marinó Már Marinósson, 19.12.2008 kl. 11:42

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok - þú ert góður í því

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gleðilega jólahátíð kæri vin... njóttu ferðarinnar og dvalarinnar á æskuslóðum....passaðu þig á jólasveinunum þeir ku vera asskoti beittir á þessum slóðum....

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.12.2008 kl. 13:32

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gleðileg jól til þín og fjölskyldunnar þinnar Marinó.

Eigðu góðar stundir um hátíðarnar og njóttu vel.

Marta B Helgadóttir, 19.12.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: arnar valgeirsson

færðu hreindýr?

jamm, hafðu það gott fyrir austan og gleðilegar stundir.

arnar valgeirsson, 20.12.2008 kl. 17:21

7 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Gleðileg jól Marinó+börn það verður flott fyrir þig að skella þér á Austurland og njóta jólanna með pabba þínum og mömmu það er alltaf best og kemur manni til að hugsa til þess tíma þegar maður var barn og þá var alltaf svo gaman. Sjáumst á nýju ári

Guðrún Indriðadóttir, 20.12.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband