Fullveldisdagurinn 1. desember

Í dag er 1. desember og Fullveldisdagur okkar Íslendinga.   Þegar ég var krakki þá var alltaf gefið frí í skólanum á þessum degi en við spáðum ekkert sérstaklega af hverju verið var að gefa okkur frí.  En það er ekki að marka enda ég yfirmáta latur í skólanum. Blush Það var svo þegar amma sýndi mér skírnarvottorðið hennar frá kónginum, að ég áttaði mig á allt í einu hve stutt var síðan Danir höfðu stjórnað hér.  Það þurfti auðvitað að vera eitthvað nærtækt til að vekja áhugann. Smile Hvað er eitt fullveldi á milli vina?   LoL

Árið 1918 þegar þjóðin varð fullvalda hafði gengið á ýmsu þetta ár þegar sambandslögin tóku gildi og við höfðum áfram danskan konung.    Þetta ár gaus Katla og eyddi bæjum á Suðurlandi. Veturinn 1917-1918 var sá kaldasti í manna minnum og hefur gengið undir nafninu frostaveturinn mikli. Það var meira en Katla sem gaus á þessu ári.  Spánska veikin herjaði um landið þennan vetur. Var það skæð inflúensa sem lagði mörg hundruð manns í gröfina, aðallega í Reykjavík og nágrenni.   Það má segja að fullveldinu hafi verið fagnað hljóðlega í skugga þeirra hamfara er fylgdu spánsku veikinni árið 1918.  Kannski ekkert skrítið að þjóðin hafi valið 17. júní sem þjóðhátíðardag?

Sem betur fer er ástandið núna ekkert í líkingu við það sem þjóðin þurfti að upplifa þá.  En vonandi sjáum við til sólar fljótt og endurmetum verðgildi okkar að nýju.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband