Ástæðan fyrir bloggleti mínu

Sko kæru bloggvinir.

Það er ekki svo að ég sé neitt að fara langt eða þannig en ástæðan fyrir pásunni minni, fyrir þau sem ekki vita, er sú að ég þarf að fara í smá aðgerð og verð frá í smá tíma á meðan.  Hjartað að mótmæla eðlilegum gangi.   Whistling Kannski kem ég endurnærður fyrr en mig og ykkur grunar en held að það sé bara gott að taka smá pásu á meðan.   

Alltaf gaman að skrifa eitthvað hér en ég ætla að einsetja mér að skrifa meira sjálfur og hætta að commeta á fréttir á mbl.is.  Enda skiptir það ekki öllu þó maður röfli um fréttir.   Þó svo að ég hafi verið valinn nokkrum sinnum í Moggann fyrir snilldar skrif.  Grin

Næst verður þetta meira á persónulegu nótum og eitthvað nógu jákvætt og nógu kjánalegt um mig og allt sem drífur á mína daga.    Það er ekki hægt að hætta að blogga en samt er það gott að taka góða pásu.   Ég eignaðist meira segja nýjan vin í dag hér á blogginu.  InLove En hvað um það, hafið það gott á meðan.  Kem öflugur til baka.  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Gangi þér vel og já, komdu öflugur til baka :)

Steini Thorst, 28.9.2008 kl. 23:57

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til þegar þú kemur til baka.

Gangi þér vel

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 07:17

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk takk sömuleiðis

Marinó Már Marinósson, 29.9.2008 kl. 07:59

4 Smámynd: gudni.is

Gott mál kallinn. Gangi þér vel. Það verður gaman að fylgjast með þér endurnærðum þegar þú kemur til baka.

gudni.is, 29.9.2008 kl. 12:29

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk Guðni.   Ég mun bara hafa nægan tíma til að skoða netflug í vetur. 

Marinó Már Marinósson, 29.9.2008 kl. 14:33

6 Smámynd: Bullukolla

Gangi þér vel og gott endurnært hjarta

Bullukolla, 29.9.2008 kl. 16:33

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Gangi þér vel kæri vinur...... og komdu til baka með bros í hjarta.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:00

8 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Þú massar þetta eins og allt annað !!!

Hei ætlarru ekki að koma og hitta okkur á cafe paris eftir GTG þann 4 ??????

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 30.9.2008 kl. 20:07

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Takk fyrir það Arna

Fanney    Ég mun gera það svo sannarlega.  takk takk

Þóra:)    Hehe  ég mun liggja inn á gjörgæslu og hugsa til ykkar ef ég verð þá ekki sofandi   

Marinó Már Marinósson, 30.9.2008 kl. 20:50

10 identicon

Gangi þér vel.

Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:49

11 Smámynd: Alma Jenny Guðmundsdóttir

Gangi þér vel í ,,viðgerðinni".  Ég tók mér blogg-pásu í sumar og fram á haust og það var  - í alvöru - virkilega hollt fyrir sálina.  Þótt ég lesi blogg og bloggi sjálf endrum og sinnum, finn ég  að ef ég er of mikið að detta þar inn, get ég orðið niðurdregin og ótrúlega vanmáttug.

 Þegar þú kemur til baka á bloggið - býð ég þér til húsráðasamkeppni.

Alma Jenny Guðmundsdóttir, 1.10.2008 kl. 16:37

12 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

gangi þér vel Marinó, við hugsum til þín taktu það rólega

Guðrún Indriðadóttir, 1.10.2008 kl. 19:35

13 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Við hugsum til þín, ég skal drekkai einn, jafnvel tvo fyrir þig !!! ;)

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:15

14 identicon

Gangi þér vel kæri vinur og ég veit að þú kemur enn öflugri og sterkari út úr þessari viðgerð eins og sagt var hér að ofan, ekki spurning.

Hugur okkar verður hjá þér á næstunni og við verðum svo í sambandi í netheimum þegar þú ert orðin ritfær á nýjan leik

Kveðja og knús frá okkur á Móabarðinu

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 23:53

15 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Gangi þér vel og góðan bata.

Ólafur H Einarsson, 2.10.2008 kl. 21:53

16 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Sjáumst hress og kát fljótlega kæri vinur. Spurning hvort við heimsóknavinirnir verðum ekki að gera samning, þetta er á Lindu svæði svo það ætti að vera auðsótt

Herdís Sigurjónsdóttir, 3.10.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband