Bjóðum flóttafólkið velkomið

Ég segi: Hjartanlega velkomin til Íslands.  Það var að sjá að Palestínuflóttafólkið væri spennt og ánægt við komuna til landsins í gærkvöldi, eftir 26 tíma ferðalag frá Al Waleed eyðimerkurbúðunum sem eru staðsett á landamærum Iraks og Sýrlands en  þar dvaldi fólkið við mjög erfiðar aðstæður, bæði í hita og við frostmark á nóttunni sem og að forðast snáka og önnur hættuleg skorkvikindi.

Ég er ekki í nokkrum vafa um að íbúar Akranes munu taka vel á móti fólkinu. Enda hefur flóttafólkið þurft að þjást í mjög langan tíma.

Ég held að það geti engin ímyndað sér hvað móðir hugsar, sem er skyndilega komin á framandi slóðir með ung börn sín, enda vön óörygginu sem fylgt hefur skálmöldinni sem ríkt víða í Miðausturlöndum undanfarin ár.    Vona að þau venjist fljótt íslenskum aðstæðum og börnunum verði vel tekið.   

Stuðningsfjölskyldurnar á Akranesi sem og aðrir sem komið hafa að undirbúningnum, hafa lagt fram ómælda vinnu svo þetta fólk nái að aðlagast að íslensku þjóðfélagi sem fyrst.
 
mbl.is Flóttafólkið brosti við heimkomuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég sammála þér, bjóðum þessa góðu gesti velkomna til landsins og hlúum vel að þeim

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

sammála ykkur,þetta eru miklar hremmingar sem þessar konur hafa þurft að ganga í gegnum

Guðrún Indriðadóttir, 11.9.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband