Flottur sigur í handboltanum í dag

Smá blogg frá mér. 

Hef horft töluvert á ólympíuleikanna að undanförnu enda ekki annað hægt.  Okkar fólk er að standa sig mjög vel.  Taugarnar eru eitthvað að trufla suma en hvað með það.    Whistling

Handboltaleikurinn í dag gegn Þjóðverjum var hreint frábær sem og leikurinn gegn Rússum í fyrradag.   Það er auðséð að okkar menn ætla sér stóra hluti á þessu móti og láta verkin tala.  Hópurinn virðist vera vel samhentur og mikil breidd í honum.  

Áfram Ísland.  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær leikurinn í dag! Alltaf svolítið extra sætt að vinna Þjóðverja! En - eins og ég sagði í góðum hóp í dag..... ég kem til með að verða í vandræðum hverjum ég á að halda með þegar við spilum við dani

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þú heldur bara með Íslendingum og vorkennir svo bara Dönum, því núna vinnum við þá.  

Marinó Már Marinósson, 13.8.2008 kl. 00:23

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...hversu mikið á ég að vorkenna þeim?

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2008 kl. 23:27

4 identicon

Flottur leikur, alveg frábær.

Hvað er annars að frétta af þér, var farin að sakna þess að sjá ekki nýtt blogg frá mér og þú ekki í vinnu og.........

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 10:23

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þeir eru búnir að standa sig vel Strákarnir okkar......og leikurinn í morgun...... ég var að keyra á milli...... og var náttúrulega stórhættuleg í umferðinni......þvílík spenna....

Fanney Björg Karlsdóttir, 14.8.2008 kl. 14:10

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hrönn    Bara svona hæfilega.   

Linda   Þú áttir við væntanlega  bullið frá mér.  Það er svona þegar innblásturinn er ekki mikill.      Nei, ég er eins og þotuliðið;  endalaust frí og vitleysa.  

Fanney   Tengdasonur þinn var flottur í leiknum. Verst að hann skuli ekki fá fleiri tækifæri eins og hann er snöggur og grimmur.    Sá ekki leikinn í morgun enda hefði ég ekki þolað spennunna.     Mundu bara að smæla framan í hraðamyndavélina ef þú verður tekin. 

Marinó Már Marinósson, 14.8.2008 kl. 15:14

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...hef ekkert vit á handbolta

Marta B Helgadóttir, 15.8.2008 kl. 09:57

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það er í lagi að hafa ekkert vit á handbolta en það er hægt að skemmta sér og upplifa spennuna.  

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ómæ... leikurinn við Dani á morgun...? Og ég hef ekki enn gert upp hug minn! Ætli ég verði ekki bara að halda með báðum og skipta svo um skoðun þegar ég sé hverjir munu vinna........

Já - ég er tækifærissinni  

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 23:33

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já Hrönn. Það er í lagi líka.     Mér finnst danski þjálfarinn bara askodi leiðinlegur

Marinó Már Marinósson, 15.8.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband