Léleg rök hjá vinum Bjarkar

Mér finnst vinir Bjarkar skjóta langt yfir markið.   Má Bubbi ekki hafa skoðun á þessu og segja það sem honum finnst?  Hann hefur oft og mörgum sinnum sagt sína skoðun á hvernig farið er með náttúru landsins og hann hefur líka skoðun á virkjunarframkvæmdum.     Ég vil meina að Bubbi hafi verið með þeim duglegri að verja þá sem minna mega sín.    Hann er kjaftfor en hvað með það. Smile   
mbl.is Bubbi liggur undir ámælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

hvað ert þú að rífa kjaft. ertu ekki í fríi???

bubbi má alveg hafa sínar skoðanir og það er rétt að hann hefur komið að ýmsum góðum málum. en það var lummulegt að segja að björk og sigurrós hefðu frekar átt að mótmæla fátækt en álversframkvæmdum.  Voru með yfirlýst umhverfissjónarmið.

vinir bjarkar voru bara fúlir með þessa breytu. að b væri eitthvað betra efni en a.

er ekki verið að ræða um einhverjar fimm virkjanaframkvæmdir á næstunni ha. fimm....

jamm, maður lifir í þvílíkum lystisemdum eftir þetta ótrúlega góðæri marino. og hefur íbúum fyrir austan eitthvað fjölgað? held bara ekki.

arnar valgeirsson, 22.7.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Arnar minn. Þú verður bara að skella þér austur og sjá hvað allt blómstrar þar enda álið í toppverði þessa daga.      Stutt að skreppa frá Akureyri t.d. :):):) 

Nei, sko.   Björk eða Bubbi eru ekkert yfir gagnrýni hafin og eiga ekki að vera það frekar en aðrar.   En ég er ekkert viss um að Björk hafi nokkurn tíma komið austur. he he     Ég fór á þessa tónleika þeirra og skemmti mér vel en sum á texta skiltinu var ansi frjálslegt hjá þeim.    Auðvitað vill Bubbi líka minna á sig  og ætti bara að halda tónleika til styrktar fátækum á Íslandi.    Hvað virkjanir varðar, þá verður að fara varlega yfir svona framkvæmdir og meta hvað sé nauðsynlegt og hvað ekki.   

Sumarfrí  ??  

Marinó Már Marinósson, 22.7.2008 kl. 19:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þá er það bara eitt! Hvar eru vinir mínir?

Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Vinir koma alltaf í ljós þegar virkilega er þörf á þeim.

Marinó Már Marinósson, 23.7.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband