Vitlaust að halda LG í fjársvelti

Að hafa bara eina nothæfa þyrlu í björgunarmálum er óþolandi ástand.  Það verður að bæta úr þessu og dómsmálaráðherra ætti ekki að vera í vandræðum að laga þetta hjá Landhelgisgæslunni.

Það á líka að nota tækifærið og hafa eina þyrlu staðsetta á Akureyri svo þessi þjónusta  standi öllum til boða.    

Það er sorglegt að það skuli alltaf þurfa hörmulegt slys til að ráðamenn vakni og sýni þessum málum áhuga.    Héldu menn virkilega að það myndi ekki kosta neitt að halda úti þyrluflota?   

Þetta er svona svipað og maður velji sér ódýran tölvuprentara en gerir ekki ráð fyrir að prenthylkin eru oft dýrasti hlutinn í rekstrinum.  Kannski léleg líking en samt....  Whistling   Voða gaman að eiga 3-4 þyrlur ef maður þarf ekkert að gera við þær. 


mbl.is „Farið að hrikta í“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Krummi

Já það er erfitt að skilja hvað gengur á í hausnum á þessu liði þegar fjárlögum er úthlutað... Það er ekkert mál að laga þetta ástand, bara að setja meiri peninga í þessar stofnanir.

Krummi, 18.7.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband