Slæm hugmynd

Þetta er það vitlausasta sem ég hef lengi heyrt. LoL Erum við ekki að tala um löggæslu eða er bara verið að bjóða út gæslu?     Á að bjóða út gæslu 2-6 tíma á dag?   Eigum við að hringja í þessa verktaka og tilkynna ef við sjáum eitthvað "gruggugt"? Whistling Hvað svo.  Eiga þeir síðan að mæta á staðinn til að kalla út lögreglu?    Eða verða þetta svona gæjar sem eiga að keyra um sérvalin svæði,  svona hálfgerðir "rúntarar".   Sennilega eigum við ekkert að hringja í þá,  þeir eiga bara að þefa uppi allt sem ekki er í lagi.   

 Nei!  Mér finnst þetta fyrirfram dauðadæmt.  Þetta mun bara gefa falskt öryggi og virkar eins og atvinnuskapandi fyrir öryggisfyrirtæki  sem nú eru starfandi og vinna sína vinnu sjálfsagt vel.  Við myndum hvort eð er tilkynna allt í 112 ef eitthvað fer öðruvísi en það á að vera og viljum enga milliliði.    Þarna er bara verið að sóa peningum að mínu mati.  

Ég vil bara hafa menntaða lögreglu við þessi störf eins og í Reykjavík.   Police 


mbl.is Hverfagæsla boðin út í Kópavogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

sammála þér Marinó, þeir eiga frekar að kosta lögregluþjón á vakt heldur en svona bull fyrst ríkið getur ekki staðið sína plikt

Guðrún Indriðadóttir, 14.7.2008 kl. 23:07

2 identicon

Sammála, sammála, sammála................

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband