Gott framtak

Það pirrar mig oft að sjá bifreiðar loka gangstéttum.   Þetta er mjög áberandi á gangstéttum hér þar sem ég bý, t.d. í Ástúni.   Ætli Gunnar bæjarstjóri (hinn mikli) Grin láti ekki útbúa svona miða fyrir Kópavogsbæ til að líma á bíla sem er lagt ólöglega?   Ekki nema hann láti útbúa fleiri bílastæði, í stað göngustíga? Whistling Það er hvort er er svo dýrt að moka snjó af göngustigum. Whistling Devil

 En þetta er gott framtak og verður gaman að sjá hvernig viðbrögðin verða.


mbl.is Gangstéttir eru ekki ætlaðar fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Heyr! Heyr!  Það er löngu kominn tími til að bílum sé ekki lagt á gangstéttar þar sem barnavagna- og hjólastólafólk þarf að komast leiðar sinnar, án þess að þurfa að taka sér krók út á götuna.

Kv. Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 10.7.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Steini Thorst

Nú þannig að við erum líka nágrannar Marinó,....aftur :)

Ég bý í Lundarbrekkunni og þar er bílum ekki lagt uppá gangstéttir. Þær eru hins vegar svo litlar hérna að ef bíl er lagt þannig að framhjólin snerti gangstéttarkantinn, þá er lítið pláss eftir.

Ég hins vegar fer mikið um borgina á línuskautum svo ég verð mjög svo var við þessa durga sem líta á gangstéttir sem bílastæði.

Steini Thorst, 10.7.2008 kl. 13:03

3 identicon

Væri ekki bara betra að setja sektarmiða á bílana?  Þeir sem leggja svona vita fyrir að þeir eru fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum og skilja ekki fyrr en það kemur við budduna.

Svavar (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 13:27

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Hvernig var það, kom hjólabrettasvarið frá bæjarstjóranum? Mér datt það í hug þegar ég tók á dagskrá erindi í bæjarráði síðasta fimmtudag frá einum ungum dreng, sem sendi okkur bréf og vildi fá fótboltavöll í hverfið sitt. Það er farið í skoðun hjá bæjarverkfærðingi sem er að skoða skipulagið og hver veit nema sá stutti geti farið að æfa sig á velli í grennd milli fótboltaæfinga áður en langt um líður .... Það er alveg yndislegt þegar börnin vilja hafa áhrif á samfélagið, örugglega upprennandi pólitíkusar þar á ferð.

Herdís Sigurjónsdóttir, 12.7.2008 kl. 18:44

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ætli ég eigi ekki eftir að sjá þig Steini á línuskautunum þínum í Dalnum?

 Svavar:  Nei, ég held að þeir sem fá miða límdan á framrúðunna muni skammast sín meira en að fá sektarmiða sem engin sér.

Nei Herdís,  það kom aldrei neitt svar enda átti ég ekki von á svari frá bæjarstjóranum og hans fólki.   Enda er ég alveg búin að missa alla trú á hans málum hér í bæ.  En það er rétt hjá þér, það er leiðinlegt að ekki skuli hafa borist svar, þó það væri ekki nema bara að láta þau vita að pósturinn hafi verið móttekinn, þar sem við vissum að hann barst til þeirra.   Einar hefur oft minnst á bréfið.   Kópavogsbær hefur sennilega´um annað að hugsa, sb. Nýbýlavegsklúðrið og bryggjumál.  

Marinó Már Marinósson, 12.7.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband