Hvernig er heyið verkað?

Var að horfa á  og lesa fréttina um bændur í Eyjafirði sem  hafa tekið upp nýstárlegar, en jafnframt gamaldags, aðferðir við að verka hey.  (Hefði alltaf átt að gerast bóndi því ég hef svo gaman af öllu þessu tengt).  Whistling  FootinMouth  

Annað hvort er ég svona utan við mig varðandi þessa frétt eða það hefur gleymst að taka fram tilganginn með fréttinni; ég sá aldrei nákvæmlega hver breytingin var í fréttinni varðandi verkunina?  

Jú... þeir saxa heyið og keyra því í hauga en hvernig geyma þeir það ef rúlluplastið heyrir brátt sögunni til?   Vissulega frábært að menn leiti leiða til að gera reksturinn hagkvæmari.


mbl.is Nýjungagjarnir bændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú sammála.

þeir hafa gleymt sér við gerð þessarar fréttar. Eða að þetta sé svo mikið leyndó að við megum ekki vita hvað sé gert við heyið.

Annars tók ég eftir því að heyinu var dreift á plast? og það var verið að tala um að plastið yrði úr sögunni.

Tómas V. Albertsson (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:24

2 identicon

Þetta er bara eins og að setja í flatgryfju. Pressað og fergt.

Kris (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 14:46

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er eiginlega hin eina sanna ekki frétt það kom aldrei framm hvað væri verið að fara að gera

en mér sýninst nu bara vera um surheysverkun að ræða en hun var allvel þekkt hér um aldir

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.6.2008 kl. 14:50

4 Smámynd: Snorri Snorrason

Þetta er sama hugmyndafræði og með flatgryfjur. 

Í þessu tilfelli þá er sterkt plast lagt á jörðina. Söxuðu grasinu er sturtað úr heyvagninum á plastið. Síðan þarf að jafna/dreifa grasinu á plastið og þjappa það vel. Það er hægt að gera t.d. með þungri dráttarvél eða hjólaskóflu (payloader).
Það skiptir miklu að þjappa vel til að hafa sem minnst loft (súrefni) í haugnum.
Þetta er endurtekið þar til stabbinn hefur náð ákveðinni hæð. Þá eru tvö lög af plasti breydd yfir stabbann.
Plastið sem var lagt undir og plastið sem var breytt yfir vafið saman á köntunum og fergt niður. Að lokum er mjög þétt plast net sett yfir alltsaman - til að koma í veg fyrir að t.d. fuglar geri gat á plastið.
Niðurstaðan er einn risastór "baggi".

Snorri Snorrason, 13.6.2008 kl. 16:35

5 Smámynd: Snorri Snorrason

Snorri Snorrason, 13.6.2008 kl. 16:47

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég var svo önnum kafin að fylgjast með þvi hvaða vélar þeir notuðu að ég áttaði mig ekki á því að það vantaði punchið.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 21:37

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gott að fleiri sáu þetta.  

Snorri:  takk fyrir greinargóða útskýringu.  Þetta vantaði einmitt í fréttina.   Linkurinn frá þér er flottur og útskýrir þetta mjög nákvæmlega.  

Hrönn:   Gat nú verið.    Hljómar eins og þegar ég horfi á fréttir af vegagerð.   Spái bara í tækin, enda gamall vegagerðarmaður   en missi fyrir vikið af fréttinni ef vélarnar eru stórar og flottar.   

Marinó Már Marinósson, 13.6.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hann var sko á uppáhaldstegundinni minni. Grænum á gulum felgum........... Þar með datt ég út!

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 00:39

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þessir bændur.  

Marinó Már Marinósson, 14.6.2008 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband