Eitt mesta klúður

Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa þegar fjölbýlishúsinu við Lundarbraut 1 var troðið niður þar sem það sendur í dag?

Það má kannski líka spyrja sig hvað Vegagerðarmenn voru að spá í þegar þeir færðu Nýbýlaveginn norðar en hann var áður og þar að leiðandi ofan í íbúðahverfið?  En kannski er þetta eins og með eggið og hænuna. Hvort kom á undan? Vegagerðin eða byggingaverktakarnir?  

Svo finnst mér eins og að Nýbýlavegurinn hafi verið hækkaður upp óþarflega mikið, miðað við gamla veginn.  Virkar eins og byggðin norðan megin við Nýbýlaveginn sé ofan í lægð eftir þessar framkvæmdir.

Til að komast af Nýbýlaveginnum inná Kringlumýrarbrautina, á móts við Skeljabraut, þarf núna að aka yfir malbikaðan hól sem þarna er kominn og þar að leiðandi niður brekku til að halda áfram í vesturbæ Kópavogs, en kannski eiga þeir eftir að breyta þessu!

En fyrirtækin sem eru sunnan við Nýbýlaveginn mega una glöð við sitt. Mér sýnist að nú séu allt í einu komin stór bílastæði þar.  

En hvað um það, mér finnst þetta eitt stórt klúður eins og þetta lítur út í dag.   Vonandi læra bæjaryfirvöld af þessum mistökum og láti ekki framkvæmdaaðila valtra yfir allt og alla, bara af því að þeir eru að byggja upp hverfin. 


mbl.is Kópavogur bregst við óánægju íbúa við Lundarbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er með ágætis lausn á þessu vandamáli.....

....bara sleppa því að fara í Kópavoginn

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 21:53

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

He he    Hrönn!  Maður fer nú ekki að flýja vandamálin   þó sumir kjósi að flytja.  

Marinó Már Marinósson, 13.6.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

sko..... vegagerð og Kópavogur..... jafna sem ekki gengur upp.....I rest my case....

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

      humm?  Enda virðist vera eins og stefnan: "BYGGJA BYGGJA BYGGJA OG ENGA ALMENNILEGA FÉLAGSMÁLASTEFNU HÉR" , sé slagorð hér á bæ?

Marinó Már Marinósson, 15.6.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

þegar búið er að byggja hús þá er í lagi að færa götuna því að það er of dýrt að  rífa húsið, það skal bara troða þessu ofan í kok á fólki hvort sem því líkar betur eða verrrrrrrr, ég man vel eftir mótmælum áður en farið var að byggja þarna, og er næstum viss um að þá hefur þetta litið allt öðru vísi út en nú, þeir eru svo duglegir að koma með strokleðrið og færa og breyta ekkert mál er það nokkuð

Guðrún Indriðadóttir, 17.6.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband