Fossvogstúnin slegin og mófuglum fækkar!

Nú er ég fúll.    Í morgun voru túnin í Fossvogsdalnum slegin.  Þar hafa trúlega starfsmenn Kópavogsbæjar verið líklega að framfylgja skipunum um að halda bænum "hreinum".   Þar með hafa þeir líklega mokað upp þeim fáu ungum sem voru komnir á legg, á svæðinu. Angry     Ég þykist vita að grasið verði ekki notað sem fóður, þar sem það var slegið í helli rigningu og mokað upp í kerru jafnóðum.   

Sama gerðist í fyrra og eftir að þeir höfðu slegið túnin sást varla mófugl í dalnum það sem eftir var af sumri.   Devil

Hræddur er ég um að sama hafi gerst núna!  

Af hverju þarf endilega að slá grasið svona snemma? 

Má ekki bíða fram í júlí, svona til að vera viss um að ungarnir séu flognir úr hreiðrum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Höfuðborgarbúar.....

Ætli þeir viti nokkuð af hreiðurgerðinni og eggjunum? 

Hrönn Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 23:04

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

nei 

Marinó Már Marinósson, 8.6.2008 kl. 02:56

3 identicon

Heyr, heyr!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband