Hvað ef?

Það er alltaf gott að vera gáfaður eftir á.  En það er líka gott að vera skynsamur.  Hvað ef þeir hefðu misst sjónar af bangsa?  

Ekki veit ég hvað þokan var mikil þar sem ísbjörnin var en ég hefði ekki viljað mæta honum ef ég hefði verið þarna í fjallgöngu. Það er sko á hreinu.

Kannski hefði mátt doka smá og meta hvort skynsamlegast væri að reyna að svæfa hann með agni eða byssu.   Alltaf sorglegt að þurfa að drepa dýr sem eru í útrýmingarhættu.

En ég skil þessa menn sem felldu dýrið í gær.   Var ekki hálfur bærinn mættur á svæðið til að horfa á?   Það segir mér svo hugur að ísbjörninn hafi verið langsoltinn, nema það hafi drepið hesta þarna í nágrenninu?  Það mun koma í ljós við krufningu.

Mér skilst að fólk hafi verið búið að vera á þessum slóðum við að veiða silung í vatni ekki langt frá þeim stað þar sem dýrið var drepið í gær.   

En það er gott til þess að vita að nú sé ljóst að dýraverndunarsamtök séu tilbúin að kosta til nokkrum milljónum til að flytja Ísbjörn til norður Grænlands eða Svalbarða ef svona gerist aftur.  Sem er bara fínt.    En þá verða að vera til græjur til að svæfa dýrin um leið og vart verður við þau.

En ég hefði ekki tekið sjensinn á að láta dýrið fara úr augsýn ef ég hefði stjórnað aðgerðum.    Þeir voru ekki með nein deyfilyf á staðnum og því ekki margt í stöðunni.   Ef svona dýr gengur á land hér á landi þá má og á að skjóta hann en ef það er á ís við landið þá er það friðað.  Ísbirnir hafa alltaf verið álitnir hættulegir mönnum og það hefur ekkert breyst.  Íslendingar kunna ekki að umgangast þessi dýr og því eru þau hættuleg okkur.


mbl.is „Harma ísbjarnardrápið"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ísbirnir eru ekki opinberlega í útrýmingarhættu,  þeir eru samt á hættumörkum.

Og svo fremur sem ég veit um þá eru bara alþjóðlegir sáttmálar um að drepa ekki Ísbirni í sporti á milli nokkurra landa en Ísland er ekki á meðal þeirra.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:29

2 Smámynd: Steini Thorst

Steini Thorst, 4.6.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Viltu ís björn? 

Marinó Már Marinósson, 5.6.2008 kl. 16:21

4 identicon

Að sjálfsöðgu eru blendnar tilfinningar hjá fólki við þessar aðgerðir sem þessar, það er alltaf gott að dæma og tala nú ekki um þegar maður er ekki á staðnum. Ég var sátt við þessa aðgerð........þangað til ég sá myndirnar..................en ísbjörn ráfandi upp á heiðum og það á Íslandi, úff ekki hefði ég viljað mæta bangsa

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

það var lítið hægt að gera í stöðunni ég vil ís Marinó en er ekki ís-björn

Guðrún Indriðadóttir, 6.6.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband