Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band tónleikarnir

Fór með krökkunum á Bítlatónleikanna "Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band" í Háskólabíó á laugardaginn. Smile Þetta var fín skemmtun þó hljómgæðin hafi ekki verið nógu góð.  Enda alltaf erfitt að stilla saman poppurum, með sínum hávaða og fiðlum, með sínum fínu tónum.   Við vorum svo heppin að sitja fremst, vinstra megin í salnum og sátum því nær strengjasveitinni og heyrðum alltaf í henni en ég er ekki viss um að þeir sem sátu hægra megin hafi heyrt eins vel í fiðluleikurunum.  

Ætla svo sem ekkert að gera upp á milli söngvaranna sem stóðu sig vel en voru sumir hverjir lengi í gang.  En verð þó að taka fram að það var hrein unun að hlusta á KK og sinfóníuna (Melabandið) taka lagið She's Leaving Home.   Ekki oft sem maður heyrir þetta lag flutt á tónleikum og hvað þá með heila sinfóníuhljómsveit við undirleik.   Svo má ekki gleyma trompettleiknum í Penny Lane en ég man því miður ekki hvað hljóðfæraleikarinn heitir sem lék en ég get svo svarið það: Hann tók laglínuna nákvæmlega eins og var gert á plötunni.    

Sem sagt, frábær skemmtun. 

Læt fylgja með umrædd lög sem ég fann á YouTube


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi. Það fer eftir því hversu sítt hár var á kollinum á trompetleikaranum, hvað hann heitir: Ef hann var snöggklipptur, þá heitir hann Guðmundur Hafsteinsson, en annars heitir hann Eiríkur Örn Pálsson Báðir fantagóðir.

Takk annars fyrir afskaplega skemmtilegt blogg

 Kk. Líney Halla (föðurbróðurdótturdóttir þín )

Líney Halla (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sæl frænka.  Gaman að sjá þig hér og að þú skulir gefa þér tíma til að lesa þetta pár mitt :)    Takk fyrir upplýsingarnar en leikarinn hefur líklega verið Eiríkur Örn því hann var með mikið hár.   

Þú ert greinilega vel að þér í þessu. 

Marinó Már Marinósson, 25.3.2008 kl. 12:14

3 identicon

Hehe, kemst varla hjá því að vita hvað þeir heita, þeir kenndu mér báðir á trompetinn á sínum tíma

Líney Halla (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 11:44

4 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Það hlaut að vera.           

Marinó Már Marinósson, 28.3.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband