Einkennilegur dómur

Mér finnst dómur, þar sem móðir ungrar stúlku var dæmd til að greiða kennara tæpar 10 milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd dóttur sinnar, hálf einkennilegur. Ekki misskilja.  Að sjálfsögðu á að bæta kennaranum tjónið, engin spurning. 

En er ekki skólaskylda í landinu?  Eftir því sem ég skil, þá mega börn ekki fara af skólalóðinni á skólatíma nema með leyfi og eru þau þá ekki á ábyrgð skólans á þessum tíma? 

Mun heimilistrygging fjölskyldunnar greiða þessa upphæð, ef fjölskyldan er svo heppin að vera með heimilistryggingu? Spyr sá sem ekki veit.  Whistling

Svona mál verður að vera á hreinu.


mbl.is Spurning um hvort ábyrgðartryggja eigi börn í skólastarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Það er auðvitað fáránlegt að málið skuli þurfa að fara í þennan farveg. Vinnustaðurinn á auðvitað að hafa tryggingu fyrir starfsmenn sina. Hefði kennarinn legið óbættur hjá garði ef móðirin hefði ekki verið tryggð. Sjá http://haukurmh.blog.is/blog/haukurmh/#entry-476770

Haukur Már Haraldsson, 17.3.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Þú hefur augljóslega ekki lesið yfirgripsmikla umræðu um málið á bogginu Marínó. Móðirin/barnið með fjölskyldutryggingu sem borgar það sem á endanum verður dæmt að borgað skuli. Skólin sjálfur var með slysatrygingu sem færði kennaranum 2.6 milljónir, en það náði auðvitað ekki yfir 25% varanlega örorku hans. En skólinn slapp í sjálfu einkamálinu, enda taldist hann ekki hafa klikkað og rennihurðin umrædda ekki hafa verið hættulega svo varðaði lög.

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 16:22

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Friðrik     Enda er ég bara að segja mína skoðun á málinu eins og það kemur fyrir mér.  ps. nafnið mitt er ekki skrifað með í       kv. Marinó

Marinó Már Marinósson, 17.3.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Já, altso Mar-i-nó; ég var ekki að kommentera á skoðun þína, heldur spurninguna: "Mun heimilistrygging fjölskyldunnar greiða þessa upphæð, ef fjölskyldan er svo heppin að vera með heimilistryggingu? Spyr sá sem ekki veit".

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.3.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já, ég misskildi smá.    Ég er samt hissa á dómnum þar sem um unga krakka er að ræða og spurning hvort foreldrar þurfi ekki að kaupa sértryggingu framvegis sem tekur á svona málum? 

Marinó Már Marinósson, 17.3.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Alveg sammála þér með þennan dóm, finnst hann svolítið sérstakur. 

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband