Hvar varstu áður?

Hafið þið ekki einhvern tíma fundið fyrir þeirri tilfinningu þegar þið hafið komið t.d. á nýjan stað, að ykkur finnist eins og þið hafið komið þangað áður?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Lára

Ó jú.. ég þekki þá tilfinningu vel!! Eins líka þá stundum verður allt hægara í kringum mann.. og manni finnst eins og allt hafi gerst áður einhvernveginn!! Mjög furðuleg tilfining!

Guðný Lára, 4.3.2008 kl. 23:30

2 identicon

Jú, marg oft og líka lent í því að hafa upplifað eitthvað sem mér finnst ég hafa gert áður og það nákvæmlega eins! Hvað er þetta?

Helga María sagði mér frá bók þar sem rithöfundurinn var að pæla í þessum hlutum, kallaði það ruslaland eða eitthvað álíka. Þarf að fá uppgefið hjá henni hvað bók þetta var.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: arnar valgeirsson

jú, og ekki síst ef maður hefur komið þar einhverntíma áður hehe.

en maður fær svona flash öðruhvoru sko. en hvað var að gerast væni minn. deildu þessu nú með okkur ha.

arnar valgeirsson, 5.3.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Jújú, og þá var maður þar í fyrra lífi. Er það ekki?

Kristín M. Jóhannsdóttir, 5.3.2008 kl. 04:42

5 identicon

Meira að segja hef ég upplifað það að ég veit nákvæmlega hvað ég mun segja þá stundina og hvað næsti maður mun gera og segja . ég hélt ég væri ein um þetta.

Gulla (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 09:14

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Guðný Lára!  Einmitt það sem ég var að meina.

Linda!  Láttu Helgu jólastelpu endilega grafa upp þessa bók.

Arnar!    Þú ert ferlegur. Ég átti auðvitað við (eins og þú veist) á staði sem maður hefur ekki komið til áður.  Ég upplifði svona augnablik t.d. á Mallorka og í Alaska einu sinni.  En kannski hefur það bara verið af því að það var svo gaman.

Kristín! Ó jú en veistu hvar þú varst þá?

Gulla! Hvað ætlaðir þú að segja? Þú ert greinilega ekki ein um þetta. 

Marinó Már Marinósson, 5.3.2008 kl. 11:09

7 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Það ekki spurning og þetta er stundum frekar óþægilegt  En stundum hefur maður góða tilfinningu fyrir þessu

Guðrún Indriðadóttir, 5.3.2008 kl. 16:00

8 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég fór einu sinni í svona fyrrilífstíma hjá konu í Reykjavík. Ég veit ekkert hvað er til í þessu en ég sá inn í tvö eða jafnvel þrjú líf (eitt var mjög óskírt). í einu af þessum lífum var ég vel stæður Bandaríkjamaður um það leyti þegar bílarnir voru að koma á markað og ég var sá eini (já ég var feitur karlmaður) sem átti bíl á öllu svæðinu. Já, það var nú gott að vera einu sinni á meðal elítunnar.

Annars held ég að í einhverju lífi hafi ég verið kyrkt, hengd eða hálshöggvin því ég þoli ekkert nálægt hálsinum á mér. Hef alltaf kvalist ef ég þarf að vera í rúllukragapeysu.  

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:29

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vildi bæta einu við fuglaumræðu okkar (ekki lengur hægt að skrá athugasemd á viðkomandi stað). Ég var einu sinni að keyra frá Winnipeg til Edmonton og keyrði þá Yellow Head þjóðveginn norðvestur eftir. Var einhvers staðar í miðri Saskatchewan þegar ég leit til himins og það var varla hægt að sjá í blámann - gæsir alls staðar. Og ég er ekki að ýkja, þær voru alls staðar. Tugir þúsunda gæsa ef ekki hundruð þúsundir. Ég hef aldrei fyrr né síðar séð þvílíka mergð fugla á flugi í einu. Þetta var ótrúlegt. Sama dag en eftir myrkur keyrðum við í gegnum sveit þar sem bændur voru að brenna elda. Þetta var ekki sina heldur hálfgerðir varðeldar, hver við hliðina á öðrum. ótrúleg sýn og ég skildi aldrei tilganginn almennilega. Mér leið eins og þarna væru galdrabrennur í röð. Þetta var skrítinn dagur.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:35

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rúna:   Kannast við þetta.

Kristín:  Þannig að þú ert lífsreynd kona.    Þetta hefur verið tilkomumikil sjón að sjá, þarna í Saskatchewan.  Hef auðvitað sér svona í sjónvarpi og þá sérstaklega snjógæsir nyrst í Kanada.   Þessir varðeldar hafa trúlega gengt einhverskonar fuglahræðuhlutverki?

Marinó Már Marinósson, 7.3.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband