Afmælisdagur

Aftur skrifa ég um afmæli.  Smile 

Í dag (3. mars) á pabbi minn Marinó Ó. Sigurbjörnsson afmæli en hann er fæddur 3. mars 1923 og er því 85 ára.   Ekki er ég nú viss um að hann verði kátur ef hann fréttir af þessu pári mínu hér.  Grin   En hann hefur alltaf verið mín fyrirmynd svo ég verð að minnast aðeins á afmælisdaginn.   

Pabbi er eldhress þótt aldurinn sé farinn að færast yfir.   Hann er eins og fjallageit upp um öll fjöll, og hefur skotið rjúpur ofan í mannskapinn undanfarin ár en hann skildi samt ekkert í mér núna fyrir síðustu jól þegar ég sagði honum að ég væri búin að kaupa mér skoskar rjúpur og hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af mér.   En hann var fljótur að gera gott úr þessu og sagði að þær væru alveg eins góðar og íslenskar rjúpur, en vantaði bara rjúpnalaufið í sósuna.    Smile

Einu atviki man ég vel eftir þegar ég var ungur en þá vorum við strákarnir í fótbolta á lóðinni heima eins og gengur og gerist. Malarvellir voru í drullu langt fram á sumar á þessum tíma og Leiran innst í firðinum (Reyðarfjörður) var því oft notuð sem fótboltavöllur.

Þess vegna var stundum stolist til að leika fótbolta í lóðum hér og þar í þorpinu og var lóðin heima vinsæl, þar sem pabbi var duglegur að slá grasið og hún var líka stór og slétt.   Á þessum tíma var trjárækt að verða vinsæl en kannski ekki endilega markviss.  Pabbi hafði nefnilega sett niður grenitré á miðri lóðinni þar sem við lékum okkur oft og þar með var ævintýrið um góðan fótboltavöll úti en við reyndum þó að notast við völlinn þó svo að grenitrén væru að þvælast fyrir okkur.  Svo var það einn daginn að pabbi kom heim í hádegismat og sá okkur í fótbolta. Hann varð auðvitað að skella sér með í boltann eins og hann gerði oft og gaf okkur sko ekkert eftir.  En helvítis grenitrén voru alltaf að þvælast fyrir.  Devil  Hann var fljótur að "snagga" sér inn í bílskúr til að sækja stóru sögina og sagaði öll trén í burtu sem hann hann hafði gróðursett árið áður. Mamma var sko ekki parhrifin af þessu uppátæki hans en hann sagði að við yrðum nú að aðstöðu til að spila fótbolta.  Smile   Svona er pabbi; alltaf tilbúin að redda öllu.

Til hamingju með daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Innilega til hamingju með daginn. Skilaðu kærri kveðju til þeirra austur. Mér finnst nú hálf ótrúlegt að hann sé 85 ára. Í minningunni er hann alltaf eins og mér sýnist á myndinni af ykkur, að hann hafi nú lítið breyst...   Vonandi eldumst við eins vel!

Ulla (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Sigrún Dóra

Sæll frændi.

Innilega til hamingju með daginn. Mun hann gera sér einhvern dagamun, eða verður hann kannski að heiman á afmælisdaginn. Endilega skilaðu kveðju austur frá mér og mínum. 

Sigrún Dóra, 3.3.2008 kl. 16:58

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sælar frænkur.  Gaman að fá kveðjur.   Sum systkina minna mættu auðvitað austur, þannig að það hefur pottþétt verið skellt í eina eða tvær hnallþórur.    Ég skila kveðju austur.      

Marinó Már Marinósson, 3.3.2008 kl. 19:55

4 identicon

Til hamingju með pabba gamla, bara gott fólk sem á afmæli í mars  Láttu svo sjá þig í Hamraborginni við tækifæri.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 23:12

5 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Til hamingju með hann pabba þinn.  Gott að eiga góðar fyrirmyndir.

Guðrún Indriðadóttir, 4.3.2008 kl. 17:08

6 identicon

Sæll frændi

Skilaðu kveðju austur þó seint sé. Héðan er alt gott að frétta úr danaveldi.

Kær kveðja

Diddi

Kristinn Kristinsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:12

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Til hamingju með pabba þinn. Megirðu hafa hann hjá þér sem lengst.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:31

8 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur.   Sá gamli er eldhress (að vanda). Vona að ég verði það líka þegar ég næ sama aldri.         Alltaf gaman að fá fallegar kveðjur.

Linda: Ertu búin að mæla vegalengdina? 

Rúna:  Það er satt.  

 Diddi: Gaman að sjá þig hér á blogginu. 

  Kristín: Takk takk

Marinó Már Marinósson, 7.3.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband