Flugstjórnarklefinn og kaffiveitingar

Flaug austur á land fyrir helgi vegna vinnunnar og kom til baka í gærkvöld, sem er svo sem ekki frásögu færandi en þar sem ég er mikill áhugamaður um flug eins og sumir vinir mínir vita, þá datt mér í hug að segja ykkur frá hugsunum mínum varðandi þjónustu um borð. Enda fylgist ég með öllu sem gerist í fluginu og hvernig vélin flýgur og hagar sér við hinar ýmsu aðstæður.   Auðvitað allt í góðu.      Jæja, hvað um það.  

 Í fluginu fær maður auðvitað kaffi í boði flugfélagsins en kaffið er að vísu oft ódrekkandi.   Í þessu flugi byrjaði flugfreyjan að fara fram í flugstjórnarklefann til að bjóða flugmönnunum kaffi. Enda eins gott að halda sér vakandi við svo ábyrgðarmikið starf.  Þegar flugfreyjan opnaði hurðina, þá blasti við mér flugmenn lesandi Moggann Happy en þeir voru greinilega glaðir að fá sinn kaffisopa.  Síðan skenkti hún okkur hinum sem sátum aftar kaffi og með því og allt rólegt í fluginu.  Eftir smá tíma fór hún að nýju fram í flugklefann til að sækja bollanna eða fylla á ef flugmennirnir vildu meira.   Enn voru þeir að lesa blöðin. Grin

Ég hugsaði með mér: Hvað næst? Joyful  Ætli hún komi ekki aftur í farþegarýmið og spyrji okkur farþeganna hvort einhver kunni ekki á Flight Simulator (flughermi)? Whistling

Alla veganna hefði ég verið fljótur að rétta upp höndina.   LoL

Auðvitað þurfa flugmenn pásur eins og við hin. En að lokum lentu þeir vélinni mjúklega í Reykjavík nokkrum mínútum síðar endurnærðir og með einbeitinguna í lagi enda bestu flugmenn sem völ er á og þjónustan um borð alveg til fyrirmyndar.    En ég fékk ekki að fljúga í þetta sinn enda eins gott, kannski.   Smile

 

Þið getið ekki trúað því hvað ég er fegin að þurfa ekki að dandalast suður í Keflavík til að fara í innanlandsflug eins og sumir þrá en hafa aldrei farið í innanlandsflug. 

Svo er greinilegt að flugið er notað af höfuðbogarbúum því það var nánast ekkert laust bílastæði við Reykjavíkurflugvöll og þó er búið að stækka bílastæðið mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Ég er sammála þér Marinó finnst tómt rugl að ætla að flytja þennan flugvöll eitthvað. Ef það á að flytja hann til Keflavíkur þá eiga þeir líka að flytja sjúkrahúsið þangað og alla stjórnsýslunna.  Ég veit ekki hvers íbúar landsbyggðarinnar eiga að gjalda.  Flugvöllin kjurt og ekkert múður.

kveðja Rúna

heldur þú ekki að einhver verði nú vitlaus

Guðrún Indriðadóttir, 18.2.2008 kl. 18:04

2 Smámynd: Kristín Henný Moritz

Vá, ég hefði ekki verið par hrifin að sjá flugmennina vera bara að lesa moggann, finnst það ekki beinnt traustvekjandi! En ég vil flugvöllinn kjurt, ekki spurning!

Kristín Henný Moritz, 18.2.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Rúna!   Sem betur fer eru skiptar skoðanir um flugvöllinn og sitt sýnist hverjum.  Mér hefur alltaf fundist vanta stað fyrir flugvöllinn efhann á að fara.  Svo er svæðið mjög mikilvægt fyrir vatnasvæði Tjarnarinnar og mikilvægt fyrir fuglalíf tengdu Tjörninni.  Stór hópur vatnafugla verpir í kringum flugvöllinn og hefur þar grið innan girðingar.   Það er mín skoðun að ef flugvöllurinn og öryggissvæðið kringum hann víki, þá muni Tjarnarlífið verða mjög fábreytt.  En kannski er þeim sem vilja byggja þarna alveg sama um fuglalífið?   Það kæmi mér ekki á óvart ef af yrði þá þyrfti að dæla ferskvatni í Tjörnina. En ef flugvallasvæði finnst, t.d. nærri Álftanesi, þá er mér sama. En ef Hólmsheiðin yrði fyrir valinu þá er ég hræddur um að völlurinn þar verði lokaður marga daga á ári vegna verðurs, með tilheyrandi kostnaði .

Kristin! Það var allt undir "Control"  þarna í fluginu.   Ég hefði frekar farið að hafa áhyggjur ef þeir hefðu verð að lesa Fréttablaðið.      Þér að segja þá þurfa flugmenn eiginlega ekki að fljúga flugvélinni eftir að hún er komin á loft því að sjálfstýringin sér um að halda vélinni á réttri braut og eru mjög nákvæmar.  

Marinó Már Marinósson, 18.2.2008 kl. 22:38

4 identicon

Ekki viss um að þú viljir vita hvað blasti við mér eitt sinn í flugstjórnarklefa á B-747?!?!?  Ástandið á þeim var þannig að Þeir voru nú bara steinsofandi blessaðir.Þá varð nú mörgum ný flugliðanum ljóst afhverju það er regla að líta reglulega inn í cockpitið og fylgjast með flugstjórnendum.

P.S. Þú veist alveg hvert ég vil flytja flugvöllinn:)))  Best að fara ekki nánar út í það.

Anna Bee (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 20:07

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Út í hafsauga? 

Marinó Már Marinósson, 19.2.2008 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband