Reykjanesbrautin dauðagildra!

Mér finnst að Vegagerðin ætti að skammast sín fyrir hörmulegan frágang á vegamerkingum á Reykjanesbrautinni þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir en liggja núna niðri.  Devil

Að þeir skuli leyfa sér að vera með lágmarksmerkingar  þarna á brautinni, er í raun fyrir neðan allar hellur.    Við erum jú að tala um mjög umferðamikla götu. 

Ég átti einu sinni leið þarna um eftir að dimma tók og mér fannst mjög erfitt að aka þarna í gegn. Umferðin sem kom á móti, blindaði útsýnið í beygjunum, þannig á ég átti í miklum erfiðileikum að sjá beygjurnar sem búið er að "setja upp".   Þarna hefði átt að vera búð að setja upp vegrið á milli akstursstefnu bíla til að koma í veg fyrir að bílljós blindi ökumenn sem mætast þarna.  

Kannski ætti Vegagerðin að skoða þessar aðstæður í myrkri til að átta sig betur á hversu hættulegt þetta er!   Eitt er að fara þarna um að degi til og annað í myrkri; hvað þá í rigningu eða snjóbyl.  Það er eins og þeir sem settu upp merkingarnar, hafi unnið sína vinnu að degi til.   Angry   

Það virðist vera "lenska" hér á landi að þumbast með gamaldags merkingar í vegavinnu.  Í dag er ekki hægt að ætlast til að allir þekki aðstæður. Svoleiðis merking slapp kannski hér áður fyrr. 

Brautin er allmennt vel upplýst nema þar sem vegaframkvæmdir hafa staðið yfir. Þar er allt í myrkri.

Það þarf að hafa merkingar þannig að bílar aki inn í einskonar trekt sem leiði þá áfram í gegnum hættusvæðið.

Vegamerkingar á Nýbílavegi eru til fyrirmyndar og gott dæmi um góða merkingu þó þar sé mjög þröngt.   Þar hafa starfsmenn verktakafyrirtækisins þurrkað af öllum keilum og glitmerkjum á hverjum einasta degi allt frá því að vinna hófst þar í haust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér með Reykjanesbrautina,ég hef ekið þarna í myrkri og þá var þoka líka og skelfilegt að aka.Mér fannst illa merkt þarna og skil ekki afhverju verktakarnir komast upp með þetta.Ótrúlegt líka að það þýðir ekkert að kvarta , það er ekki hlustað.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 12.2.2008 kl. 00:51

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Samt er ég á því að Vegagerðin beri ábyrgð á merkingunum. Úr því að verktakinn gafst upp þá finnst mér að Vegagerðin hefði átt að laga brautina svo hún væri ekki eins hættuleg og hún er búin að vera í vetur. 

Marinó Már Marinósson, 12.2.2008 kl. 01:39

3 identicon

Það er gott að búa í Kópavogi.

Gulla (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég ek mjög oft um Reykjanesbrautina vegna vinnu og er alveg sammála þér. Þú lýsir þessu eins og aðstæður hafa komið mér fyrir sjónir í vetur.

(Ég setti lýsingu á því hvernig setja má varanlegan auglýsinga-filter í Adblock neðst í pistilinn. Svínvirkar og ekkert vesen).

Ágúst H Bjarnason, 13.2.2008 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband