Á söguslóðum Bítlanna í London
7.2.2008 | 01:03
Nú verður maður að ljóstra upp smá leyndarmáli. Hef aldrei komið til Englands. En það breytir því ekki að ég hef reynt að lesa sem mest um allt sem tilheyrir Bítlunum, eins þið hafið kannski orðið vör við sem lesið bloggið.
Netið getur verið frábært tæki til að fræðast um það sem maður hefur áhuga á. Ligg oft yfir þessu sem og myndlist.
Hér er smá upplýsingar fyrir ykkur sem viljið fara á bítlaslóðir í London.
Byrja á þeim tíma þegar hljómsveitin var að hætta. Þegar Bítlarnir spiluðu í síðasta sinn saman opinberlega þá komu þeir saman uppá þakinu á Apple fyrirtækinu við 3 Savile Row (map) í janúar 1969.
Eins og ég segi þá var þetta í síðasta sinn sem þeir héldu tónleika þó svo að leyfi fyrir tónleikunum hafi ekki verið til staðar. Þetta óvænta útspil þeirra var í tengslum við heimildarmyndina Let It Be.
Ég hefði alveg viljað vera þarna á þessum tíma.
Í upphafi bíómyndarinnar "A Hard Day's Night" er hægt að sjá strákanna hlaupa á undan stelpunum niður Boston Place (map) og inn á Marylebone Station. sjá mynd hér hægra megin.
Svo er það auðvitað Abbey Road platan sem kennd er við samnefnda götu og þar sem EMI's Abbey Road hljóðverið er.
Ef þið eigið leið þarna um þá er um að gera að standa fyrir framan vefmyndavélina sem er staðsett við gangbrautina og hringja heim svo allir geti séð ykkur á þessum sögufrægu slóðum.
Hér er slóðin á vefmyndavélina við Abbey Road. http://www.abbeyroad.com/virtual_visit/webcam
Linkur á heimasiðu um bítlaferðir í London. http://www.beatlesinlondon.com/
Kannski kemur meira síðar?
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Ferðalög, Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:16 | Facebook
Athugasemdir
Glæsileg færsla hjá þér Marinó.
Mér finnst þú ættir að stefna á pílagrímaferð á þessar slóðir.
Marta B Helgadóttir, 7.2.2008 kl. 11:53
fór á bítlasafnið í liverpool og þvældist á bítlapöbba. jamm, og ég var bara að fara í fótboltaferð til leeds.....
svona er gæðunum misskipt, væni. en þetta var gaman. vantaði ekki.
þú verður að fara að drífa þig í fótboltaferð. gætir kíkt á safnið í leiðinni hehe.
arnar valgeirsson, 7.2.2008 kl. 19:50
Takk Marta. Samt ekkert á dagskrá hjá mér á næstunni.
Arnar! Hvað eru menn að þvælast inn á svona merkilegt safn, bara af rælni? En það er líka erfitt að finna Leeds þessa daganna.
Í hvaða deild eru þeir aftur?
Ég hélt mikið upp á þá í gamla daga þegar William 'Billy' John Bremner var fyrirliði hjá Leeds. Frábært lið í þá daga.
Marinó Már Marinósson, 7.2.2008 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.