Er þetta löglegt upp- eða niðurhal!

Gaman að heyra að NASA skuli velja bítlalag til að senda út í heiminn þegar þeir útvarpa laginu "Across The Universe" um vetrarbrautina.     Niðurhal eða upphal út í geim.      Að mínu mati flottasta hljómsveit heims valin, enda fáir haft eins mikil áhrif á popptónlist og Beatles.

Svo er nú spurningin hvort Ísland hafi ekki forskot á  útsendingu út í geimin með Lennon ljósinu í Viðey?  Whistling 

beatles    Lagið verður sent í áttina á Polaris  (Pólstjarnan), sem var fyrsti áttavitinn sem maðurinn notaði til að rata um jörðina.  Nú til dags nota allir GPS.

Polaris er 431 Ljósár í burtu að ég held.  Gæti munað um nokkra kilómetra til eða frá.   Hvert ljósár er 5,878,625,373,183 mílur. Skilaboðin munu ferðast á 186.000 mílna hraða á sekúndu. Það mun taka lagið að 431 ár að ná á áfangastað sem verður árið 2439.  

Það sem fer upp kemur alltaf niður, og því má segja að  ef lagið hittir Polaris þá mun endurkastið ná til jarðar aftur árið 2870.

Þess má geta að lagið "Across The Universe" hefur verið flutt af mörgum listamönnum, t.d. Bono, David Bowie, Stevie Wonder, Cyndi Lauper, Norah Jones, Brian Wilson (Beach Boys), Roger Waters (Pink Floyd), Steven Tyler (Aerosmith), Billie Joe Armstrong (Green Day), Robyn Hitchcock, Rufus Wainwright, Sean Lennon, Moby, Tim McGraw, Scott Weiland, Alicia Keys, Alison Krauss, Velvet Revolver, Fiona Apple, 10cc.

Svo er bara að vona að þeir sem koma til að hlusta á lagið þarna uppi eigi MP3.  Alien AlienAlien

 


mbl.is Bítlalagi útvarpað í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband