Á að sækja að fuglalífinu?

Ég hef alltaf talið það mikinn plús að Vatnsmýrin skuli vera í miðri Reykjavík enda griðastaður fugla af Tjörninni.   Það þarf að hugsa vel um hvort gáfulegt sé að byggja þarna.  Þéttari byggð gæti skaðað fuglalífið.  Kannski finnst stjórnmálamönnum ekkert varið í fuglalíf þarna.  Whistling   Sumir fuglar sem halda til við Tjörnina þurfa margir hverjir hreiðurstæði í Vatnsmýrinni.   Best væri að gera svæðið sérstaklega umhverfisvænt ef á að byggja þarna. Wink
mbl.is Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður að þá held ég að við eigum engra kosta völ en að byggja þarna, en við eigum auðvitað að reina allt sem við getum til halda fuglalífinu. Þarna tel ég að best sé að byggja háhýsi og þannig mætti mögulega halda fuglunum á svæðinu. Þessi háhýsi væri einnig best að yrðu í eigu Reykjavíkurborgar og leigðar út. Til dæmis fyrir skólafólk, þannig má enn frekar minka mengun með því að leigja þær á lágu verði. Þetta myndi líka tryggja að börn utanaf landi og börn sem koma úr fátækum fjölskyldum fengju tækifæri á að mennta sig og stofna fjölskyldu. Ég sé líka fyrir mér að þarna myndi skapast blómlegt félagslíf. Ég hef það nú á tilfiningunni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki allveg sömu sýn á þetta og ég... 

Baldur Freyr Guðmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband