Enn um snillinga í umferðinni

Þegar ég var að fara í vinnuna á föstudagsmorguninn þá ók einn voða góður bílstjóri fram úr mér á Nýbýlaveginum og gerði það með stæl.  Tróð sér inn í röðina með frekju.  Devil Ég sá hann svo taka Hafnafjarðarveginn í stjórasvigi á fullri ferð. Hann fór lengst til vinstri og sveigði svo síðan alveg til hægri sitt og hvað á milli bíla til að komast  sem fyrst.  Sá að hann skellti sér síðan upp brekkuna í áttina að Bústaðaveginum.  En þegar ég kom upp í brekkuna þá beið greyið þar ennþá á rauðu ljósi.   Grin

Mér varð hugsað til þekktrar persónu hér í bæ sem var mikill bílaáhugamaður. 

Hann átti að hafa sagt að það skipti sig engu hvort hann legði af stað í vinnuna klukkan tíu mínútur í átta eða tíu yfir átta. Hann væri alltaf komin í vinnuna klukkan átta.  Cool Þess bera að geta að þessi maður átti bara BMW bíla að dýrari gerðinni.  Í þá daga var að vísu annað viðhorf til hraðaksturs en nú er og minni umferð.

Þetta eru snillingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Spurning um hvaða áramótaheit þessi frekjuhundur hefur sett sér  

Herdís Sigurjónsdóttir, 13.1.2008 kl. 08:51

2 identicon

Jamm, sennilega þekkir hann ekki tillitsemi, umburðalyndi, virðingu og.......................

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðrún Indriðadóttir

Þetta hefur klárlega verið ökufantur

Guðrún Indriðadóttir, 16.1.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband