Hverju verður fórnað?

Það væri gaman að sjá tölur t.d. frá tryggingafélögum um hlutfall ökutækja á nagladekkjum sem hafa lent í óhöppum miðað við ökutæki á ónegldum dekkjum?    

Sænsk rannsókn dregur stórlega í efa að nagaldekkin séu eins mikill mengunarvaldur og haldið er fram.  


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Sammála þessu. Einnig vil ég sjá einhverjar staðreyndir sem bakka upp þær fullyrðingar manna að nagladekkin séu svo mikill orsakavaldur svifryks. Það hefur ekkert verið sýnt fram á það, mér vitanlega. Hefur ekki bara einhver bitið í sig að það hjóti að vera svo?

Ég er einmitt að fara á morgun að taka sumardekkin undan og setja undir, NEGLDU snjódekkin

Brjánn Guðjónsson, 11.12.2007 kl. 23:41

2 identicon

Þeir sem ekki kunna að keyra án nagla í dekkjum eiga bara ekki að vera að keyra, það er ekki nokkur þörf á nöglum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er spurning að keyra á þeim hraða sem aðstæður bjóða uppá en ekki alltaf á 80 - 100 km hraða. Ef bílstjórar gætu aðeins slakað á í umferðinni þá væri þetta lítið mál. Burt með and....  naglana.

Gulla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 08:57

3 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Gulla! Er það ekki þess vegna sem þú gengur oftast í vinnuna þegar snjór er á götum?    Kannski ætti líka að banna tónlist hjá sumum ökumönnum sem syngja svo hátt með að þeir heyra ekki í neinu utanaðkomandi. 

Marinó Már Marinósson, 12.12.2007 kl. 11:21

4 identicon

Heyrðu góði , það var nú ekki nein mengun af því þegar ég söng og var fólki þó frjálst að skella á en kaus samt að hlusta.

Gulla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:23

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Algjörlega saklaus  

Marinó Már Marinósson, 12.12.2007 kl. 12:43

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

.... það var þetta með nagladekkin Marinó.........

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.12.2007 kl. 22:06

7 identicon

Nagladekk og ekki nagladekk, er að sumu leiti sammála Gullu, veist samt að oft er nauðsynlegt að hafa nagla.

Úps, ég flokkast sennilega til þeirra frábæru ökumanna sem syngja hátt á meðan þeir keyra og hlusta hátt  Má stundum alveg passa mig og viðurkenni það fúslega.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband