Eru nagladekk miklir mengunarvaldar eins sumir halda fram?

Í nýjasta tölublaði FÍB (Félag íslenskra bifreiðaeigenda) er grein frá rannsóknastofnuninni VTI í Svíþjóð (Statens väg- och transportforskningsinstitut) þar sem stofnunin efast um gagnsemi þess að banna negld vetrardekk í borgum og bæjum.

Ég hef oft haldið því fram að nagladekk séu það góð og örugg í umferðinni að það séu vafasamt að ætla fara að banna notkun þeirra. Whistling  Held að hraði bíla í umferðinni sé meiri mengunarvaldur en naglarnir sjálfir.  Öryggi nagladekkja t.d. í hálku er meira virði en kostnaður bæjaryfirvalda við að endurnýja t.d. malbik.  En þetta er bara mín skoðun. Whistling Samt held ég að það sé mikið til í þessu.

Þeir sem hafa áhuga geta lesið þessa skýrslu VTI á heimasíðu  Auto Motor Sport í Svíþjóð.

En þar koma fram alvarlegar athugasemdir við fyrirætlunum um bann við nagladekkjunum og dregur stórlega úr fullyrðingum ýmissa aðla, þar á meðal sænsku vegagerðarinnar og borgaryfirvalda í Stokkhólmi, um að fólki stafi alvarleg heilsufarsógn af nagladekkjum.

En vissulega er svifrykið mikið og hættulegt en mér sýnist það fylgi frekar mikilli umferð samhliða þurrum götum.

Greinin:

http://www.vti.se/epibrowser/Webbdokument/Remissvar/Dnr%202007%200300%20J-E%20Nilsson.doc


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband