Jólamaturinn

Jæja þá er það á hreinu hvað ég ætla að borða um jólin.   Ég var búin að tala oft um að fara austur á land og rölta til fjalla en einhvervegin datt það nú upp fyrir.  Crying     Svo til að róa suma þá rölti ég inn í Nóatún í dag og keypti mér nokkrar Skoskar rjúpur (borðist fyrir 09.09).  Tounge   Já já  GetLost   ég veit að sumum finnst þetta hálfgert guðlast. En þegar veiðibannið var hér um árið þá smakkaði ég þær skosku og með réttri meðferð þá eru þær næstum því eins góðar og okkar rjúpur.   Svo er ég greinilega farin að linast í þessari sérvisku minni að það VERÐI AÐ VERA EKTA FJALLARJÚPUR í jólamatinn. Smile    En eins og Hjölli sagði hérna um árið og ég vitna oft í:  "Það er sósan sem er aðalmálið". Grin  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

já, kallinn, það er sosum hálfaumt að hafa einhverja breska fasana á borðum. en smá villibráðarfílingur er málið.

hefur bara soðin epli og svona með og auðvitað er sósan málið.

og grauturinn á eftir... ef það er pláss. og svo makkíntossið. þetta verður nánast ekta bara.

arnar valgeirsson, 25.11.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Betri eftirlíking af rjúpu en hryggur eða hægikjet.      Sé að þú ert alinn upp við ekta sér íslenskan sið hvað varðar jólin.

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 00:01

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Prófaði þetta einu sinni.

.

Steingrímur Helgason, 26.11.2007 kl. 02:36

4 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Það er nú líka  fremur lítið um fugl fyrir austan núna,  en eins og þú segir þá er það "sósan" hún má ekki klikka annars er ég svo sérvitur að rjúpan sem mér þykir bezt þarf að vera reytt og sviðin, annað er bara eftirlíking.

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 26.11.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Steingrímur: og hvernig var? 

Ásta Steingerður:  Þú ættir nú að prófa.    Eins og ég segi, þá er ég frekar sérvitur á þetta en líður bara vel með að borða þær skosku, verst að fá ekki allt með þeim svona til að gera þær sterkari á bragðið en þær eru misjafnar eins og okkar rjúpur. Þetta er nú bara ein máltíð.  

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 10:02

6 identicon

 Engar rjúpur!!!!  :((((((  verð að viðurkenna að þá eru næstum engin jól í minni fjölskyldu  (a.m.k  milli 18 - 21) 

Engar rjúpur hjá mér þetta árið.   Allar skytturnar sem ætluðu að redda því miður ekki verið mjög hittnar.  Best að vera þá barasta ekki að landinu, hverfa hinum megin á hnöttinn til að komast yfir rjúpusöknuðinn 

Anna Bee (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 17:08

7 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Anna mín:)  þú verður bara að gera eins og ég.  Rölta út í búð og kaupa rjúpur.  Þær eru fínar. Bara að passa að hafa ekki of mikið vatn og svo elda við vægan hita.

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 19:40

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég skil ekki allveg þessi rjúputrúarbrögð.....en ég er náttúrulega bara úr Hafnarfirði.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.11.2007 kl. 19:42

9 Smámynd: Marinó Már Marinósson

 Segir sú sem ekki hefur smakkað.   Og hvað á þá að eta í sveitinni?  lambakjot með miklu speki? 

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 19:46

10 identicon

Gott hjá þér, um að gera að velja það næst besta....ekkert vesen og væl!!!

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 20:02

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sparnaður í akstri.   Engi hætta að villast, nema kannski smávegis um götur bæjarins. En ég þekki Kópavog nú orðið svo vel.  Svo fékk ég mér bara heitt kakó á leiðinni heim.  Ekki amalegt að vera með fullan poka af rjúpum.  Verst að þær voru hamfléttar því annars hefði ég komið við einhversstaðar og montað mig smá á góðri veiðiferð.   

Marinó Már Marinósson, 26.11.2007 kl. 20:10

12 identicon

Já frændi sæll, rjúpan er aðal!  Og alltaf að elda hana eins. Gleymi aldrei þegar Bergur frændi eyðilagði sósuna með fjandans rauðvíninu. (sem honum þótti ómissandi.) En mér væri svosem sama þótt engin væri rjúpan ef ég fengi súpuna. Fyrir 2 árum vorum við rjúpnalaus, en bróðir færði mér soð í krukku svo hægt væri að búa til súpu. Og þá komu jól í Heiðargerði. Maður er víst ekkert nema vani.           En kærar kveðjur á suðurhelminginn.......

U (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 21:34

13 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Já frænka, sumum finnst þetta heldur slappt hjá mér.    Pabbi var hálf friðlaus yfir því að ég skyldi ekki vera búin að ná mér í svona 3-4 rjúpur og ég skellti mér bara á þessar skosku til að róa hann enda hef ég borðað þær áður.  Veit að þær eru ekki eins bragðsterkar og verst að geta ekki látið þær hanga smá til að fá smá sterkju í þær.   Já súpan, ég man vel eftir henni þegar ég var krakki en hef ekki lengi fengið.  Soðið er auðvitað best.  

Marinó Már Marinósson, 27.11.2007 kl. 22:42

14 Smámynd: Marinó Már Marinósson

   Bergur frændi var alltaf bráðlátur og hló manna mest af þessu. 

Marinó Már Marinósson, 27.11.2007 kl. 22:53

15 identicon

Tók bakföll af hlátri, skellti sér á lær.........og sagði enga sósu án rauðvíns!

U (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband