Með báðar hendur á stýri
25.8.2007 | 00:27
Voðalega var nú gaman á leiðinni í vinnuna í morgun (föstudag). Eins og sum ykkar kannski vitið þá var Nýbýlavegurinn lokaður fyrir framan Toyota umboðið vegna færslu á háspennustreng.
Ég var heldur betur búin að hugsa mér í gær að fara hinn hringinn í vinnunna í morgun þ.e. Nýbýlaveginn til austurs og Smiðjuveginn til að losna við þetta vesen. En viti menn. Heldur var ég utan við mig þegar ég kom uppá Nýbýlaveginn og þó með báðar hendur á stýri. Hef greinilega gleymt að taka sjálfstýringuna af áður en ég lagði af stað. því ég ók eins og venjulega vestur Nýbýlaveginn. Allt í einu blöstu við mér fullt af vegamerkingum og ég skildi ekki neitt í neinu. Hugsaði rétt snöggvast: "Geta þessir andskotar ekki auglýst þetta betur". En þá mundi ég auðvitað að ég var búin að lesa um þetta, heyra þetta í fréttum og ég veit ekki hvað.
Því varð ég að gjöra svo vel og þræða mig eftir krókastígum inná Hafnarfjarðarveginn til að komast í vinnunna. Hver var að tala um að Kópavogurinn væri rólegur bær?
Var fastur í umferðaþunga í 15 mínútur í nágrenni við Hamraborg. En það voru allir voða afslappaðir eins og Kópavogsbúum sæmir.
Segjum bara að ég hafi verið með hugann við aksturinn.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
við skulum bara segja að þú hafir ekki verið vaknaður.... en lærir svo lengi sem lifir.
mundu svo að það er laugardagur á morgun!
arnar valgeirsson, 25.8.2007 kl. 00:47
Já alveg rétt. Það er kominn laugardagur og ég ætla að hjálpa litla bróður að setja upp eitt st. eldhúsinnréttingu Eins gott að ég rati þangað.
Marinó Már Marinósson, 25.8.2007 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.