Hvernig kaffikall er ég?

 Tók kaffiprófið góða Grin

Það eru svo margir að prófa þetta svo ég varð líka.  

  

Þú ert svo mikið sem...

Latte!

Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.

Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.

Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Þetta hljómar eins og versti kallfuskur hehe.   Íhaldssamur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Er það nú furða.  Grin  Latte=latur Smile   og ég sem merkti við allt rétt.    
Allir að prófa. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók að sjálfsögðu prófið og þetta er niðurstaðan:Þú ert harðduglegur og vinnusamur einstaklingur sem mætir fyrstur allra á kontórinn og ferð síðastur heim. Vinnufélagar þínir líta upp til þín og hugsa með sér í hljóði hvaðan þú fáir alla þessa orku.

Þeir vita ekki sem er. Þú færð nefnilega allan dugnaðinn úr bankakaffinu góða.

Bankakaffi er samheiti fyrir gamla góða uppáhellinginn en dregur nafn sitt af ókeypis kaffi í bönkum. VARÚÐ: Ef bankakaffi fær að standa á brúsanum of lengi verður það súrt.

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband